Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Áslaug Arna enn á þingfararkaupi í námsleyfi

Al­þingi verð­ur sett á morg­un. Ef vara­mað­ur Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur tek­ur sæti eins og boð­að var mun hún hafa feng­ið yf­ir 3,1 millj­ón króna greidda í þing­far­ar­kaup á með­an náms­leyfi henn­ar í New York stend­ur.

Áslaug Arna enn á þingfararkaupi í námsleyfi
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Þingmaður Sjálfstæðisflokks tilkynnti 2. maí að hún mundi fara í nám við Columbia-háskóla í New York. Mynd: Instagram

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur fengið um 3,1 milljón króna í þingfararkaup frá því Alþingi var slitið 14. júlí. Allan þann tíma - og raunar nokkuð lengur - hefur hún verið í námsleyfi í Bandaríkjunum.

Alþingi verður sett á morgun að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, setur þing en eftir hlé verður hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026 útbýtt. Umræða um frumvarpið hefst á fimmtudag en á miðvikudag flytur Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra stefnuræðu.

Áslaug Arna tilkynnti í maí að hún mundi taka sér leyfi í níu mánuði til að leggja stund á MPA nám við Columbia háskóla. Í febrúar beið hún lægri hlut í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins gegn Guðrúnu Hafsteinsdóttur.

Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður mun taka sæti Áslaugar Örnu á meðan samkvæmt tilkynningunni, en útskrift hennar úr náminu er í maí 2026. Samkvæmt starfsáætlun verður Alþingi frestað aftur 12. júní þannig að ef áætlunin …

Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Það eru engir jafn hneykslaðir og hún og hennar félagar á peninga austri ríkisins og það eru sennilega hvergi jafn margir á eftirlaunum í æfiráðningum eins og hjá þessum gamla eiganda Íslands, sem og skipuðum auðlinda"eigendum,, þjóðarinnar, sveiattan.
    6
  • Anna Bjarnadóttir skrifaði
    Spilling
    4
  • Sveinn Ingólfsson skrifaði
    Já, hún þarf peninga til að fljúga til New York sem sagt ferðapeninga. Ekki vissi ég að New york væri hluti af kjördæmi hennar. Ef þetta er allt rétt sem kemur fram í fréttinni þá spyr ég er þetta ekki spilling eða hvað? Er þetta kannski bara eitt dæmi um spillinguna á Íslandi? Ég efast um að þetta myndi líðast á öðrum norðulöndum.
    7
  • Hilmar Bjarnason skrifaði
    Það er dýrt að búa í New York. Hún þarf á peningunum að halda.
    2
    • Olafur Kristjansson skrifaði
      Það er fallegt að styðja þá sem berjast í bökkum.
      3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár