Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur fengið um 3,1 milljón króna í þingfararkaup frá því Alþingi var slitið 14. júlí. Allan þann tíma - og raunar nokkuð lengur - hefur hún verið í námsleyfi í Bandaríkjunum.
Alþingi verður sett á morgun að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, setur þing en eftir hlé verður hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026 útbýtt. Umræða um frumvarpið hefst á fimmtudag en á miðvikudag flytur Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra stefnuræðu.
Áslaug Arna tilkynnti í maí að hún mundi taka sér leyfi í níu mánuði til að leggja stund á MPA nám við Columbia háskóla. Í febrúar beið hún lægri hlut í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins gegn Guðrúnu Hafsteinsdóttur.
Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður mun taka sæti Áslaugar Örnu á meðan samkvæmt tilkynningunni, en útskrift hennar úr náminu er í maí 2026. Samkvæmt starfsáætlun verður Alþingi frestað aftur 12. júní þannig að ef áætlunin …
Athugasemdir (2)