Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Áslaug Arna enn á þingfararkaupi í námsleyfi

Al­þingi verð­ur sett á morg­un. Ef vara­mað­ur Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur tek­ur sæti eins og boð­að var mun hún hafa feng­ið yf­ir 3,1 millj­ón króna greidda í þing­far­ar­kaup á með­an náms­leyfi henn­ar í New York stend­ur.

Áslaug Arna enn á þingfararkaupi í námsleyfi
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Þingmaður Sjálfstæðisflokks tilkynnti 2. maí að hún mundi fara í nám við Columbia-háskóla í New York. Mynd: Instagram

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur fengið um 3,1 milljón króna í þingfararkaup frá því Alþingi var slitið 14. júlí. Allan þann tíma - og raunar nokkuð lengur - hefur hún verið í námsleyfi í Bandaríkjunum.

Alþingi verður sett á morgun að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, setur þing en eftir hlé verður hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026 útbýtt. Umræða um frumvarpið hefst á fimmtudag en á miðvikudag flytur Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra stefnuræðu.

Áslaug Arna tilkynnti í maí að hún mundi taka sér leyfi í níu mánuði til að leggja stund á MPA nám við Columbia háskóla. Í febrúar beið hún lægri hlut í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins gegn Guðrúnu Hafsteinsdóttur.

Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður mun taka sæti Áslaugar Örnu á meðan samkvæmt tilkynningunni, en útskrift hennar úr náminu er í maí 2026. Samkvæmt starfsáætlun verður Alþingi frestað aftur 12. júní þannig að ef áætlunin …

Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Það eru engir jafn hneykslaðir og hún og hennar félagar á peninga austri ríkisins og það eru sennilega hvergi jafn margir á eftirlaunum í æfiráðningum eins og hjá þessum gamla eiganda Íslands, sem og skipuðum auðlinda"eigendum,, þjóðarinnar, sveiattan.
    6
  • Anna Bjarnadóttir skrifaði
    Spilling
    4
  • Sveinn Ingólfsson skrifaði
    Já, hún þarf peninga til að fljúga til New York sem sagt ferðapeninga. Ekki vissi ég að New york væri hluti af kjördæmi hennar. Ef þetta er allt rétt sem kemur fram í fréttinni þá spyr ég er þetta ekki spilling eða hvað? Er þetta kannski bara eitt dæmi um spillinguna á Íslandi? Ég efast um að þetta myndi líðast á öðrum norðulöndum.
    7
  • Hilmar Bjarnason skrifaði
    Það er dýrt að búa í New York. Hún þarf á peningunum að halda.
    2
    • Olafur Kristjansson skrifaði
      Það er fallegt að styðja þá sem berjast í bökkum.
      3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu