Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Hvetja Sönnu áfram og segja tómarúm á vinstri væng stjórnmálanna

„Stönd­um með Sönnu!“ er yf­ir­skrift und­ir­skrift­arlista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ingi við Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ir. Bent er á að flokk­ur henn­ar, Sósí­al­ista­flokk­ur Ís­lands, hef­ur ekki brugð­ist við van­trausts­yf­ir­lýs­ingu á hend­ur Sönnu sem eitt svæð­is­fé­laga hans birti á dög­un­um og að þögn­in sé óá­sætt­an­leg.

Hvetja Sönnu áfram og segja tómarúm á vinstri væng stjórnmálanna

„Stuðningsyfirlýsingin er hvatning til félagshyggjufólks að standa með þeim fulltrúa í borgarstjórn sem vinnur markvisst í anda félagshyggju í borginni en hefur þurft að þola mikinn mótbyr innan eigin flokks frá nýkjörnum stjórnum flokksins,“ segja þær Laufey Líndal Ólafsdóttir og Sara Stef. Hildardóttir, ábyrgðarmenn undirskriftasöfnunar til stuðnings Sönnu Magdalenu Mörtudóttir, í sameiginlegu svari til Heimildarinnar um ástæður þess að stofnað var til undirskriftalistans: „Helsta ástæðan er það tómarúm sem er orðið til á vinstri vængnum í íslenskum stjórnmálum.“

Sanna er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins og tekur sem slíkur þátt í meirihlutasamstarfinu í Reykjavíkurborg. Laufey og Sara hafa báðar starfað lengi innan Sósíalistaflokksins og gegnt þar trúnaðarstörfum þar til hallarbylting varð í flokknum í vor. Þá er Sara starfandi gjaldkeri Vorstjörnunnar, félags sem stofnað var af fyrri stjórn Sósíalistaflokksins og hefur fengið hluta af opinberum styrkjum flokksins, og ein þeirra þriggja sem ný framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins kærði til lögreglu í sumar fyrir efnahagsbrot.

Svæðisfélag Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi sendi á dögunum frá sér vantraustsyfirlýsingu á Sönnu þar sem hún er sögð haldin óvild í garð flokksins og vinni að því með fyrri stjórn hans að stofna nýjan stjórnmálaflokk með ríkisstyrk Sósíalistaflokksins, en Sanna situr í stjórn Vorstjörnunnar.

Laufey og Sara segja það sína trú að sá „mótbyr endurspegli ekki vilja meirihluta félagsmanna flokksins og því síður kjósenda flokksins í borginni, enda hafa kannanir undanfarin 8 ár sýnt fram á mikið traust almennra borgara til Sönnu, traust sem nær greinilega langt út fyrir kjörfylgi flokksins.“

Undirskriftarlistinn er á vefnumlagshyggja.com en þar segir meðal annars: „Nýlega var gefin út vantraustsyfirlýsing á hendur Sönnu sem flokkur hennar, Sósíalistaflokkur Íslands, hefur ekki brugðist við. Þögnin setur starf Sönnu í mikla óvissu. Við teljum það óásættanlegt þar sem hún nýtur mikils trausts meðal borgarbúa eins og kannanir hafa sýnt.“

„Við höfum skiljanlega áhyggjur af störfum hennar undir þessum kringumstæðum“

Sanna var endurkjörin sem pólitískur leiðtogi flokksins á síðasta aðalfundi þar sem fulltrúum í stjórn flokksins var skipt út fyrir nýja forystu. Hún sagði sig hins vegar frá trúnaðarstörfum fyrir flokkinn eftir fundinn.

Í nýlegu viðtali við Sönnu á Samstöðinni sem tekið var í kjölfar vantraustsyfirlýsingarinnar greinir hún frá ólíðandi framkomu í sinn garð frá meðlimum nýrra stjórna flokksins. „Hún greinir þar frá krefjandi samskiptum og óeðlilegum afskiptum stjórna af störfum borgarfulltrúanna. Við höfum skiljanlega áhyggjur af störfum hennar undir þessum kringumstæðum og vildum því teygja okkur eftir stuðningi við hana út í samfélagið,“ segja Laufey og Sara.

Þegar þessar línur eru ritaðar hafa ríflega 200 manns skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við Sönnu.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Þarf ekki eitthvað meira en talvervil GSE til að fylla upp í það tómarúm?
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár