„Ég er að jafna mig,“ segir Bryndís Ásmundsdóttir eftir að dómur féll í máli hennar fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í dag. Dómurinn kvað upp úrskurð í málum tveggja kvenna, María Sjöfn Árnadóttir vann málið en Bryndís ekki.
„Mér finnst skrítið að nota orðið tap í þessu samhengi. Ég er ekki að tapa neinu. Það er ekki tap að fara með mál fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og fá áheyrn.“
Markmiðinu náð
Hún hefur ekki enn lesið dóminn sem var kveðinn upp klukkan átta í morgun. Bryndís sat með góðu fólki á meðan hún beið eftir símtali frá lögfræðingnum þar til niðurstaðan lá fyrir. „Það var dálítið högg í magann að heyra niðurstöðuna. Dómurinn var ákveðinn skellur. Ég fékk þungt fyrir hjartað, ég veit ekki hvernig ég get útskýrt það. Ég varð dofin og ringluð, en ég var í góðum höndum. Síðan áttaði ég mig á því að óháð niðurstöðunni þá er markmiðinu náð.“ …
Athugasemdir