Var með 1,3 milljarða í tekjur árið 2023 en er dottinn út

Har­ald­ur Ingi Þor­leifs­son, sem hef­ur ver­ið fasta­gest­ur efst á Há­tekju­lista Heim­ild­ar­inn­ar und­an­far­in ár, er ekki leng­ur á list­an­um.

Var með 1,3 milljarða í tekjur árið 2023 en er dottinn út
Haraldur Ingi Þorleifsson Frumkvöðullinn sá fyrir að detta út á listanum eftir uppgjörið á sölu Ueno. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Haraldur Ingi Þorleifsson er ekki á Hátekjulista Heimildarinnar nú eftir að hafa verið meðal þeirra efstu undanfarin ár.

Haraldur var með rétt rúm meðallaun, eða um 867 þúsund krónur, á mánuði þegar öllum tekjum hans á síðasta ári er deilt á 12 mánuði. Regluleg laun voru að meðaltali 758 þúsund krónur á mánuði árið 2024 samkvæmt Hagstofunni.

Samtals voru tekjur hans 10,4 milljónir króna í fyrra.

„Ekki viss um að ég nái þessum tekjum nokkurn tímann aftur

Haraldur hagnaðist verulega á því að selja fyrirtæki sitt, Ueno, til Twitter, sem nú heitir X. „Salan á fyrirtækinu mínu var greidd út og ég kláraði það,“ segir hann í samtali við Heimldina. „Núna er ég kominn í smáfrí og svo fer ég að vinna aftur þó ég sé ekki viss um að ég nái þessum tekjum nokkurn tímann aftur.“

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Afhverjuskrifaegeinsogkaflauppurbokafþviaðþaðtalarenginmanneskjaorðviðmig ermikiði blíðum og bókum hlustalikaa útvarp sjónvarp og fleira en heg enga æfingu í því að tala umdaginnog veginn eða annað sem fólk talar sína milli sverrisdóttur ég ekkert að öfundast yfir því þótt aðrir hafi það eitthvað betra í lífinu heldur en ég og þannig er nú það gæskurnar minar
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár