Var með 1,3 milljarða í tekjur árið 2023 en er dottinn út

Har­ald­ur Ingi Þor­leifs­son, sem hef­ur ver­ið fasta­gest­ur efst á Há­tekju­lista Heim­ild­ar­inn­ar und­an­far­in ár, er ekki leng­ur á list­an­um.

Var með 1,3 milljarða í tekjur árið 2023 en er dottinn út
Haraldur Ingi Þorleifsson Frumkvöðullinn sá fyrir að detta út á listanum eftir uppgjörið á sölu Ueno. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Haraldur Ingi Þorleifsson er ekki á Hátekjulista Heimildarinnar nú eftir að hafa verið meðal þeirra efstu undanfarin ár.

Haraldur var með rétt rúm meðallaun, eða um 867 þúsund krónur, á mánuði þegar öllum tekjum hans á síðasta ári er deilt á 12 mánuði. Regluleg laun voru að meðaltali 758 þúsund krónur á mánuði árið 2024 samkvæmt Hagstofunni.

Samtals voru tekjur hans 10,4 milljónir króna í fyrra.

„Ekki viss um að ég nái þessum tekjum nokkurn tímann aftur

Haraldur hagnaðist verulega á því að selja fyrirtæki sitt, Ueno, til Twitter, sem nú heitir X. „Salan á fyrirtækinu mínu var greidd út og ég kláraði það,“ segir hann í samtali við Heimldina. „Núna er ég kominn í smáfrí og svo fer ég að vinna aftur þó ég sé ekki viss um að ég nái þessum tekjum nokkurn tímann aftur.“

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár