Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Var með 1,3 milljarða í tekjur árið 2023 en er dottinn út

Har­ald­ur Ingi Þor­leifs­son, sem hef­ur ver­ið fasta­gest­ur efst á Há­tekju­lista Heim­ild­ar­inn­ar und­an­far­in ár, er ekki leng­ur á list­an­um.

Var með 1,3 milljarða í tekjur árið 2023 en er dottinn út
Haraldur Ingi Þorleifsson Frumkvöðullinn sá fyrir að detta út á listanum eftir uppgjörið á sölu Ueno. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Haraldur Ingi Þorleifsson er ekki á Hátekjulista Heimildarinnar nú eftir að hafa verið meðal þeirra efstu undanfarin ár.

Haraldur var með rétt rúm meðallaun, eða um 867 þúsund krónur, á mánuði þegar öllum tekjum hans á síðasta ári er deilt á 12 mánuði. Regluleg laun voru að meðaltali 758 þúsund krónur á mánuði árið 2024 samkvæmt Hagstofunni.

Samtals voru tekjur hans 10,4 milljónir króna í fyrra.

„Ekki viss um að ég nái þessum tekjum nokkurn tímann aftur

Haraldur hagnaðist verulega á því að selja fyrirtæki sitt, Ueno, til Twitter, sem nú heitir X. „Salan á fyrirtækinu mínu var greidd út og ég kláraði það,“ segir hann í samtali við Heimldina. „Núna er ég kominn í smáfrí og svo fer ég að vinna aftur þó ég sé ekki viss um að ég nái þessum tekjum nokkurn tímann aftur.“

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Afhverjuskrifaegeinsogkaflauppurbokafþviaðþaðtalarenginmanneskjaorðviðmig ermikiði blíðum og bókum hlustalikaa útvarp sjónvarp og fleira en heg enga æfingu í því að tala umdaginnog veginn eða annað sem fólk talar sína milli sverrisdóttur ég ekkert að öfundast yfir því þótt aðrir hafi það eitthvað betra í lífinu heldur en ég og þannig er nú það gæskurnar minar
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár