Allir núlifandi forsetar Íslands eru á meðal tekjuhæsta 1% skattgreiðenda á Íslandi.
Samkvæmt lögum um laun forseta Íslands nema laun hans 2.985.000 kr. á mánuði en taka breytingum 1. júlí ár hvert.
Halla Tómasdóttir, núverandi forseti Íslands, er efst fjórmenninganna í 1.010. sæti Hátekjulista Heimildarinnar með 64 milljónir króna í heildartekjur í fyrra. Athygli vekur að Halla var þar af með rúmlega 10 milljónir í fjármagnstekjur.
Ólafur Ragnar Grímsson er í 1.033. sæti listans með rúmar 63 milljónir króna í heildartekjur í fyrra. Ólafur Ragnar hefur undanfarin ár verið stjórnarformaður Arctic Circle.
Guðni Th. Jóhannesson, sem lét af embætti forseta í fyrra, er í 1.590. sæti listans með heildartekjur upp á rúmar 50 milljónir króna í fyrra. Guðni er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.
Í mars var hann gerður að prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar forseta við Háskóla Íslands samkvæmt ákvörðun rektors HÍ að höfðu samráði við forseta …
Athugasemdir