Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Allir forsetar Íslands á Hátekjulistanum

Fjög­ur hafa gegnt embætti for­seta Ís­lands síð­ustu 45 ár og eiga þau öll sæti á Há­tekju­lista Heim­ild­ar­inn­ar.

Allir forsetar Íslands á Hátekjulistanum
Forsetar undanfarinna áratuga Forsetar Íslands frá árinu 1980 eru allir á Hátekjulista Heimildarinnar. Mynd: Valgarður Gíslason

Allir núlifandi forsetar Íslands eru á meðal tekjuhæsta 1% skattgreiðenda á Íslandi.

Samkvæmt lögum um laun forseta Íslands nema laun hans 2.985.000 kr. á mánuði en taka breytingum 1. júlí ár hvert.

Halla Tómasdóttir, núverandi forseti Íslands, er efst fjórmenninganna í 1.010. sæti Hátekjulista Heimildarinnar með 64 milljónir króna í heildartekjur í fyrra. Athygli vekur að Halla var þar af með rúmlega 10 milljónir í fjármagnstekjur.

Ólafur Ragnar Grímsson er í 1.033. sæti listans með rúmar 63 milljónir króna í heildartekjur í fyrra. Ólafur Ragnar hefur undanfarin ár verið stjórnarformaður Arctic Circle.

Guðni Th. Jóhannesson, sem lét af embætti forseta í fyrra, er í 1.590. sæti listans með heildartekjur upp á rúmar 50 milljónir króna í fyrra. Guðni er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.

Í mars var hann gerður að pró­fess­or í nafni Jóns Sig­urðsson­ar for­seta við Há­skóla Íslands samkvæmt ákvörðun rektors HÍ að höfðu sam­ráði við for­seta …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár