Átta íbúar með samanlagðan milljarð í tekjur í Vík í Mýrdal

Átta íbú­ar í Mýr­dals­hreppi eru á Há­tekju­lista Heim­ild­ar­inn­ar, þar á með­al skattakóng­ur Suð­ur­lands.

Átta íbúar með samanlagðan milljarð í tekjur í Vík í Mýrdal
Dyrhólaey Það er margt að sjá í Vík í Mýrdal sem er sannkölluð perla í ferðamennskunni. Vel yfir milljón ferðamenn sækja bæinn heim ár hvert og skilar það bæði miklum tekjum, en ekki síst töluverðu álagi á þorpsbúa. Mynd: Golli

Átta einstaklingar búsettir í Mýrdalshreppi eru á Hátekjulista Heimildarinnar og eru samanlagðar tekjur þessara einstaklinga rétt um milljarður króna, en um 881 einstaklingur er búsettur í Mýrdalshreppi.

Tveir athafnamenn eru þar atkvæðamestir, annars vegar skattakóngur Suðurlands, hóteleigandinn Sigurður Elías Guðmundsson, sem var með um 430 milljónir í árstekjur, og svo Ágúst Þór Eiríksson, eigandi Icewear, sem var með 318 milljónir í heildartekjur.

Þessi átta manna hópur er rétt undir einu prósenti af heildarfjölda íbúa á svæðinu, eða 0,82 prósent. Á annað hundrað manns starfa hjá Sigurði Elíasi og um 250 manns hjá Ágústi Þór sem á og rekur Icewear.

Arðbært þorp

Tekjubilið á milli þeirra sem fá hæstu tekjurnar á svæðinu rokka úr um 36 milljónum upp í ríflega 400 milljónir en sá sem er með lægstar tekjur í þessum fámenna hópi er bóndi og landeigandi að Reynisfjöru, Ólafur Steinar Björnsson. Ein kona er á listanum, en það er Elín …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár