Átta einstaklingar búsettir í Mýrdalshreppi eru á Hátekjulista Heimildarinnar og eru samanlagðar tekjur þessara einstaklinga rétt um milljarður króna, en um 881 einstaklingur er búsettur í Mýrdalshreppi.
Tveir athafnamenn eru þar atkvæðamestir, annars vegar skattakóngur Suðurlands, hóteleigandinn Sigurður Elías Guðmundsson, sem var með um 430 milljónir í árstekjur, og svo Ágúst Þór Eiríksson, eigandi Icewear, sem var með 318 milljónir í heildartekjur.
Þessi átta manna hópur er rétt undir einu prósenti af heildarfjölda íbúa á svæðinu, eða 0,82 prósent. Á annað hundrað manns starfa hjá Sigurði Elíasi og um 250 manns hjá Ágústi Þór sem á og rekur Icewear.
Arðbært þorp
Tekjubilið á milli þeirra sem fá hæstu tekjurnar á svæðinu rokka úr um 36 milljónum upp í ríflega 400 milljónir en sá sem er með lægstar tekjur í þessum fámenna hópi er bóndi og landeigandi að Reynisfjöru, Ólafur Steinar Björnsson. Ein kona er á listanum, en það er Elín …
Athugasemdir (1)