Hátekjulisti Heimildarinnar er unninn með öðrum hætti en tekjulistar annarra fjölmiðla. Ritstjórn Heimildarinnar gerir ítarlega leit í álagningarskrám Skattsins til þess að finna 3.542 einstaklinga, tekjuhæsta 1% Íslands.
Þetta er gert með því að taka ekki aðeins tillit til launatekna, heldur líka fjármagnstekna, sem innihalda meðal annars arðgreiðslur til eigenda fyrirtækja, arf og sölu eigna.
Listi án fjármagnstekna getur sýnt okkur þróun launatekna þeirra tekjuhæstu, sérstaklega innan ákveðinna geira, en er villandi þegar kemur að því að sjá hvað ríkustu Íslendingarnir fá raunverulega í vasann.

Þannig var Árni Sigurðsson, forstjóri Marel, kynntur í vikunni sem tekjuhæsti Íslendingurinn í fyrra. Árni var vissulega með háar launatekjur, rúmar 40 milljónir króna á mánuði eða tæpar 482 milljónir á ári. En hann er aðeins í 42. sæti Hátekjulista Heimildarinnar þar sem tekjur hans blikna …
Athugasemdir (1)