„Ég er bara sveitadrengur og hef verið að burðast með það að berja þetta upp í 25 ár,“ segir Sigurður Elías Guðmundsson, hóteleigandi í Vík í Mýrdal, en hann er afar umsvifamikill í ferðaþjónustu í þorpinu. Það kom honum á óvart þegar blaðamaður tilkynnti honum að hann væri einn tekjuhæsti einstaklingurinn á Suðurlandi þetta árið en heildartekjur Sigurðar voru rétt tæpar 430 milljónir.
„Það er best að kannast ekkert við þetta,“ sagði hann og hló lágt þegar blaðamaður spurði hvort upphæðin kæmi honum á óvart.
Vinnan á hug og hjarta Sigurðar Elíasar sem ekur um á 42 ára gömlum Benz og skipuleggur enn frekari stækkun á hótelrekstri sínum, en 165 starfsmenn eru í vinnu hjá honum. Hann rekur tvö hótel í bænum og nær um sex mánaða nýtingu þegar kemur að gistinóttum, sem hann telur að sé lengsta tímabilið sem nokkurt hótel á landsbyggðinni nær að nýta. Þá hefur hann …
Athugasemdir