Á Hátekjulista Heimildarinnar í ár, sem sýnir þá 3.542 skattgreiðendur sem mynda tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi, náðu einungis þau sem voru með nokkuð vel yfir 33 milljónum kkróna í samanlagðar launa- og fjármagnstekjur.
Það er þó mikil misskipting innan eina prósentsins. Manneskjan í 3.542. sæti keppir ekki í sömu deild – hreinlega ekki sömu íþrótt - og sú sem trónir á toppnum.
Því á toppnum eru tólf manns sem tilheyra „milljarðsklúbbnum“.
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, og fyrrum eiginkona hans, Helga S Guðmundsdóttir, kæmust fjórum sinnum í milljarðsklúbbinn, enda með 4,7 og 4,6 milljarða króna í heildarlaun í fyrra, hvort um sig.
Feðgarnir Árni Oddur Þórðarson og Þórður Magnússon í Eyri Invest eru þrefaldir meðlimir með tæpa 3,9 og 3,4 milljarða hvor. Súsanna Sigurðardóttir, fjárfestir í Kópavogi, var rétt á eftir þeim með 3,2 milljarða í heildartekjur.
Kjartan Ólafsson, fyrrverandi stjórnarformaður Arnarlax, er með tvöfalda aðild enda …
Athugasemdir