Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Tólf manns í milljarðsklúbbnum

Þau sem voru með yf­ir millj­arð króna í heild­ar­tekj­ur í fyrra eru fá­menn­ur hóp­ur. Það tæki með­al launa­mann­inn 520 ár að vinna sér inn þær tekj­ur sem sá tekju­hæsti á Ís­landi græddi í fyrra.

Tólf manns í milljarðsklúbbnum
Milljarðsklúbburinn Tólf tilheyra klúbbnum sem meðalmaðurinn þyrfti að vinna í 110 ár til að komast í. Mynd: ChatGPT / Heimildin

Á Hátekjulista Heimildarinnar í ár, sem sýnir þá 3.542 skattgreiðendur sem mynda tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi, náðu einungis þau sem voru með nokkuð vel yfir 33 milljónum kkróna í samanlagðar launa- og fjármagnstekjur.

Það er þó mikil misskipting innan eina prósentsins. Manneskjan í 3.542. sæti keppir ekki í sömu deild – hreinlega ekki sömu íþrótt - og sú sem trónir á toppnum.

Því á toppnum eru tólf manns sem tilheyra „milljarðsklúbbnum“.

Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, og fyrrum eiginkona hans, Helga S Guðmundsdóttir, kæmust fjórum sinnum í milljarðsklúbbinn, enda með 4,7 og 4,6 milljarða króna í heildarlaun í fyrra, hvort um sig.

Feðgarnir Árni Oddur Þórðarson og Þórður Magnússon í Eyri Invest eru þrefaldir meðlimir með tæpa 3,9 og 3,4 milljarða hvor. Súsanna Sigurðardóttir, fjárfestir í Kópavogi, var rétt á eftir þeim með 3,2 milljarða í heildartekjur.

Kjartan Ólafsson, fyrrverandi stjórnarformaður Arnarlax, er með tvöfalda aðild enda …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Malmquist skrifaði
    og svo eru þessir kvóta kóngar að kvarta yfir hækkun veiðigjalda, skildu þeir vilja lifa á mínum tekjum, sem eru "allt of háar núna", er búin að taka of margar vaktir á spítalanum og verð að greiða Triggingastofnun til baka, góða summu. En það þykir allt í lagi, eða hvað.?
    1
  • Birgit Braun skrifaði
    Er nokkur heilbrigðisstarfsmaður í þessari 3542 manna deild?
    0
    • Ingunn Björnsdóttir skrifaði
      Sýnilega einn lyfsali á topp tíu og ætla má, miðað við viðmiðið sem Heimildin setur sér, að þó nokkuð fleiri séu á þeim lista. Jafnvel er hugsanlegt að finna megi ritstjóra á honum.
      Kristinn á það sameiginlegt með nokkrum öðrum á topp tíu listanum að vera að draga sig út úr atvinnulífinu eftir langan farsælan feril. Við slík tímamót selja menn oft eignir og koma fjármálum ellinnar og arfi til afkomenda á hreint. Kristinn er lyfjafræðingur og slíkir teljast til heilbrigðisstétta eins og kunnugt er. Kristinn er fæddur 1944.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn

Mest lesið

Til Grænlands á gamalli eikarskútu
4
Vettvangur

Til Græn­lands á gam­alli eik­ar­skútu

Ittoqqortoormiit á aust­ur­strönd Græn­lands er eitt af­skekkt­asta þorp í heimi. Þang­að liggja eng­ir veg­ir og til að kom­ast í þorp­ið þarf að fljúga með þyrlu eða fara á snjó- eða hunda­sleð­um frá flug­vell­in­um sem er í 60 kíló­metra fjar­lægð. Yf­ir há­sumar­ið er hægt að sigla þang­að en Ittoqqortoormiit er við mynni Scor­es­bysunds sem er stærsta fjarða­kerfi í heim­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu