Rekstur Sameinaða útgáfufélagsins, sem gefur út Heimildina, skilaði 10,6 milljóna króna hagnaði á árinu 2024. Þegar tekið er tillit til skatta og fjármagnsliða var hagnaðurinn 5,8 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.
Rekstrartölur eru lítið breyttar frá árinu áður. Hagnaður er minni en 2023, þegar afkoman var 17,7 milljónir króna fyrir fjármagnsliði og skatta, eða 11 milljónir að teknu tilliti til þeirra.
Meðalfjöldi starfsmanna var 24,4, en var 25 árið áður, og voru rekstrartekjur 548 milljónir króna, miðað við 532 milljónir króna árið áður. Launakostnaður jókst úr 330 milljónum króna í 337 milljónir króna.
Heimildin varð til við samruna Stundarinnar og Kjarnans í ársbyrjun 2023. Afkoman er í samræmi við yfirlýsingar aðstandenda félagsins fyrir samruna í árslok 2022: „Eitt af grunnmarkmiðum nýs fjölmiðils er sjálfbær rekstur til lengri tíma sem stendur undir sjálfstæði ritstjórnar. Reksturinn á þó í samkeppni við stærri fjölmiðla sem hafa fengið viðvarandi taprekstur niðurgreiddan …
Athugasemdir