Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri Samherja, var með heildartekjur upp á rúma 4,7 milljarða króna í fyrra.
Megnið af tekjum hans voru fjármagnstekjur, eða 4.624.517.005 kr., en þar að auki námu mánaðarlaun hans tæpum 6,7 milljónum króna.
Til samanburðar við laun Þorsteins Más þýddu breytingar ríkisstjórnarinnar á veiðigjöldum að gjöld á útgerðina í heild sinni árið 2024 hefðu verið 7,5 milljörðum króna hærri ef breytingarnar hefðu verið gengnar í gegn.
Þorsteinn Már greiddi af þessum 4,7 milljörðum króna samtals 1 milljarð króna og rúmar 52 milljónir í skatt. Er hann því skattakóngur ársins í fyrra þegar tekið er tillit til bæði launa- og fjármagnstekna eins og gert er á Hátekjulista Heimildarinnar.
Ríkisstjórnin breytti lögum um veiðigjöld í sumar þannig að útgerðin muni framvegis greiða hærri veiðigjöld en áður. Þorsteinn Már varaði við breytingunum fyrr í ár og sagði ríkisstjórnina ekki stefna á …
Athugasemdir