Landsvirkjun framdi „alvarleg brot á samkeppnislögum,“ samkvæmt úrskurði Samkeppniseftirlitsins sem birtur var í dag. Þar kemur fram að ákvörðunin varði verðlagningu fyrirtækisins á raforku til viðskiptavina sinna, sem eru einnig keppinautar fyrirtækisins í tilteknum útboðum Landsnets.
Fyrir vikið þarf Landsvirkjun að greiða 1,4 milljarða sekt, en ákvörðun upphæðar tekur mið af alvarleika brotanna og hinu langa brotatímabili, en brotin stóðu yfir um fjögurra ára skeið, frá 2017 til 2021.
Þá er einnig litið til þess að ekki hafi dregið úr brotunum þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi verið meðvituð um að háttsemi fyrirtækisins væri til rannsóknar og kynni að vera ólögmæt. Stjórnvaldsekt er beitt til þess að draga úr líkunum á að fyrirtækið eða aðrir fari á svig við samkeppnislög að nýju.
Keppninautar kvörtuðu
Rannsókn málsins hófst eftir að keppinautar Landsvirkjunar, Orka Náttúrunnar og N1 Rafmagn, beindu kvörtunum til Samkeppniseftirlitsins, þar sem fullyrt var að fyrirtækið hefði misnotað markaðsráðandi stöðu í …
Milliliðagróði og hækkun á verði til almennra notenda.
Lögmál frjálsrar samkeppni virka ekki þegar "samkeppnisaðilar" eru taldir á fingrum annarar handar