Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Landsvirkjun gert að greiða 1,4 milljarð sekt fyrir „alvarleg brot“

Lands­virkj­un var gert að greiða 1,4 millj­arða sekt fyr­ir al­var­leg brot á sam­keppn­is­lög­um en upp­hæð­in tek­ur mið af al­var­leika brot­anna og löngu brota­tíma­bili. Þá er einnig lit­ið til þess að brot­in hafi ekki hætt þótt þau væru til rann­sókn­ar og fyr­ir­tæk­ið upp­lýst um að hátt­sem­in kynni að vera ólög­mæt.

Landsvirkjun gert að greiða 1,4 milljarð sekt fyrir „alvarleg brot“
Forstjóri Landsvirkjunar Samkeppniseftirlitið birti í dag úrskurð þar sem Landsvirkjun er sögð hafa brotið með alvarlegum hætti og til langs tíma á samkeppnislögum. Mynd: Landsvirkjun

Landsvirkjun framdi „alvarleg brot á samkeppnislögum,“ samkvæmt úrskurði Samkeppniseftirlitsins sem birtur var í dag. Þar kemur fram að ákvörðunin varði verðlagningu fyrirtækisins á raforku til viðskiptavina sinna, sem eru einnig keppinautar fyrirtækisins í tilteknum útboðum Landsnets.

Fyrir vikið þarf Landsvirkjun að greiða 1,4 milljarða sekt, en ákvörðun upphæðar tekur mið af alvarleika brotanna og hinu langa brotatímabili, en brotin stóðu yfir um fjögurra ára skeið, frá 2017 til 2021.

Þá er einnig litið til þess að ekki hafi dregið úr brotunum þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi verið meðvituð um að háttsemi fyrirtækisins væri til rannsóknar og kynni að vera ólögmæt. Stjórnvaldsekt er beitt til þess að draga úr líkunum á að fyrirtækið eða aðrir fari á svig við samkeppnislög að nýju. 

Keppninautar kvörtuðu

Rannsókn málsins hófst eftir að keppinautar Landsvirkjunar, Orka Náttúrunnar og N1 Rafmagn, beindu kvörtunum til Samkeppniseftirlitsins, þar sem fullyrt var að fyrirtækið hefði misnotað markaðsráðandi stöðu í …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Við getum ekki fullyrt framfarir með því að útvista óréttlæti. Jafnrétti ætti ekki að hafa nein landamæri. Á björtu hliðunum hefur viðskipti styrkt mig – þökk sé Pro Shelton (@SheltonSGNL á Telegram) fyrir að hafa leitt mig að yfir $405.000 í tekjum.
    0
  • GS
    Gunnar Snæland skrifaði
    Hvaða tilgangi þjóna þessir orkuheildsalar?
    Milliliðagróði og hækkun á verði til almennra notenda.
    Lögmál frjálsrar samkeppni virka ekki þegar "samkeppnisaðilar" eru taldir á fingrum annarar handar
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
5
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár