Varað er við eldingaveðri á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi í dag til klukkan 18. Skýfall hófst í borginni á fjórða tímanum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Vegfarendur í miðborginni áttu fótum sínum fjör að launa undan steypiregni sem helltist yfir borgina.
„Mælst hafa eldingar vestast á Reykjanesi og má búast við eldingum á vestanverðu landinu til kl 18. Forðast ber vatn, hæðir í landslagi og berangur,“ segir í viðvörun Veðurstofu Íslands.

Mynd: Golli

Mynd: Golli

Mynd: Golli

Mynd: Golli
Þá er gul viðvörun vegna allhvassrar suðvestanáttar á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra, sem getur verið varasöm fyrir stór tökutæki sem taka á sig vind.
Athugasemdir