Bandaríkjastjórn mun ekki samþykkja samning um plastmengun ef hann tekur til aðkomu jarðefnaeldsneytis í plastframleiðslu. Þetta kom fram í minnisblaði frá Bandaríkjunum í aðdraganda samningsviðræðna aðildaríkja Sameinuðu þjóðanna. En þær fara nú fram í Genf.
Viðræðurnar sem 184 aðildarríki SÞ koma að hófust í síðustu viku og lýkur 14. ágúst. Andrúmsloftið er þungt og sagði diplómati í viðtali við AFP að hann sæi ekki neinn árangur af viðræðunum.
Sádi-Arabía, Rússland, Íran, Kasakstan og Malasía eru meðal ríkja sem hafna bindandi aðgerðum um að draga úr plastframleiðslu.
Gjá hefur skapast á milli ríkja sem framleiða jarðefnaeldsneyti — sem eru andvíg takmörkunum á framleiðslu plasts sem framleitt er út frá jarðolíu — og eininga eins og Evrópusambandsins og lítilla eyjaríkja, sem berjast fyrir frekari takmörkunum.
Viðræðurnar sem nú standa yfir má rekja til ársins 2022. Þá samþykkti Umhverfisþing SÞ að hefja viðræður um samning um plastmengun sem ætti að vera lykilþáttur …
Athugasemdir (1)