Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Ráðherra kvartar yfir gjaldtöku við Kirkjufell

Hanna Katrín Frið­riks­son at­vinnu­vega­ráð­herra seg­ir gjald­töku á bíla­stæð­um við ferða­mannastaði oft ósann­gjarna og jafn­vel ólög­lega.

Ráðherra kvartar yfir gjaldtöku við Kirkjufell
Hanna Katrín Friðriksson Ráðherra gagnrýnir gjaldtöku á ferðamannastöðum. Mynd: Bára Huld Beck

Atvinnuvegaráðherra segir að fyrirtæki sem sinna gjaldtöku á bílastæðum við ferðamannastaði þurfi að bæta upplýsingagjöf og samræma gjaldtökuna við lög. Stjórnvöld muni fara í lagabreytingar ef lögin eru óskýr.

„Það var leiðinleg sending sem fjölskylda úr Grafarvogi fékk í kjölfar frábærrar dagsferðar um Snæfellsnes,“ skrifar Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra í færslu á Facebook í dag.

„Sendingin barst í heimabankann, rukkun upp á 5.750 krónur af því að þau stoppuðu stutta stund við hið fallega Kirkjufell.  Grunngjaldið var 1.000 krónur, en þar sem ekki var greitt innan sólarhrings bættist við 4.500 króna vangreiðsluálag og 250 króna færslugjald.“

Hún segir engan í fjölskyldunni hafa tekið eftir neinum skýrum merkjum um gjaldskyldu eða leiðbeiningum um hvernig greiða skyldi. „Þetta er ekki einsdæmi,“ skrifar Hanna Katrín. „Kvartanir vegna svipaðra mála berast bæði Neytendastofu og Neytendasamtökunum nánast vikulega, þar sem fólk lýsir óljósri, ósýnilegri eða villandi gjaldtöku sem kemur fram löngu eftir að ferðinni er lokið.“

„Almenningur á rétt á því að þessi mál séu í lagi“

Hanna Katrín segist hafa skilning á því að það sé dýrt að byggja upp og reka bílastæði. „Þess vegna á það ekki að koma á óvart þegar gjald er tekið fyrir afnot af stæðum,“ skrifar hún. „En ef fólk fær ekki skýrar upplýsingar um verð og greiðsluskilmála, þá hættir gjaldtakan að vera sanngjörn og jafnvel lögleg. Neytendastofa hefur í kjölfar fjölda kvartana skoðað viðskiptahætti nokkurra bílastæðafyrirtækja. Í ljós hafa komið dæmi þar sem leiðbeiningar um greiðslu eru óskýrar eða ófullnægjandi og aukagjöld ekki kynnt fyrirfram. Upplýsingagjöf á reikningum í heimabanka er líka oft mjög ábótavant.“

Hún segir að því hafi verið beint til viðkomandi fyrirtækja að lagfæra upplýsingagjöf og samræma gjaldtökuna við lög. „Stjórnvöld munu fylgja því fast eftir að þessar úrbætur nái fram að ganga. Ef lögin eru óskýr þá verður það lagfært. Almenningur á rétt á því að þessi mál séu í lagi.“

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár