Skúmaskot, þoka og rigning eru algengur vettvangur atburða í glæpasögum og kvikmyndum samtímans. Grunsamlegar skjala- og ferðatöskur koma sömuleiðis stundum við sögu að ógleymdum skammbyssum, og á síðari árum farsímum.
Fæstum koma líklega bananar í hug þegar afbrot eru annars vegar. Þeir koma hins vegar við sögu í bröndurum og myndasögum þar sem fólk rennur til á hálu hýðinu.
Einn vinsælasti ávöxtur í heimi
Bananar vaxa úr blómi bananaplöntunnar og eru hirtir af plöntunni þegar þeir eru um það bil 9 mánaða gamlir. Hýði óþroskaðs banana er grænt en gulnar þegar þroskinn verður meiri.
Banani er einn vinsælasti ávöxtur í heimi og árlega neyta jarðarbúar um það bil 100 milljarða banana.
Rannsóknir vísindamanna benda til að bananaplantan sé meira en 7 þúsund ára gömul og meðal elstu plantna sem ræktaðar eru í heiminum. Að líkindum er bananinn upprunninn í Nýju Gíneu um 5 þúsund árum fyrir Krist en breiddist …
Athugasemdir