Kókaín, bananar og ferðatöskur

Starfs­fólki í 12 Coop versl­un­um í Dan­mörku brá í brún þeg­ar ver­ið var að bæta á ban­ana­hill­urn­ar fyr­ir skömmu. Í ban­ana­köss­un­um voru ekki ein­göngu ban­an­ar held­ur einnig mörg hundruð kíló af kókaíni. Notk­un á kókaíni hef­ur þre­fald­ast í Kaup­manna­höfn á tíu ár­um og sömu sögu er að segja frá mörg­um Evr­ópu­lönd­um.

Kókaín, bananar og ferðatöskur

Skúmaskot, þoka og rigning eru algengur vettvangur atburða í glæpasögum og kvikmyndum samtímans. Grunsamlegar skjala- og ferðatöskur koma sömuleiðis stundum við sögu að ógleymdum skammbyssum, og á síðari árum farsímum.

Fæstum koma líklega bananar í hug þegar afbrot eru annars vegar. Þeir koma hins vegar við sögu í bröndurum og myndasögum þar sem fólk rennur til á hálu hýðinu.

Einn vinsælasti ávöxtur í heimi

Bananar vaxa úr blómi bananaplöntunnar og eru hirtir af plöntunni þegar þeir eru um það bil 9 mánaða gamlir. Hýði óþroskaðs banana er grænt en gulnar þegar þroskinn verður meiri.

Banani er einn vinsælasti ávöxtur í heimi og árlega neyta jarðarbúar um það bil 100 milljarða banana.

Rannsóknir vísindamanna benda til að bananaplantan sé meira en 7 þúsund ára gömul og meðal elstu plantna sem ræktaðar eru í heiminum. Að líkindum er bananinn upprunninn í Nýju Gíneu um 5 þúsund árum fyrir Krist en breiddist …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár