Flytur erindi um viðbrögð við kjarnorkuárásum á Ísland

Guðni Th. Jó­hann­es­son mun ræða kjarn­orku­vá á Ís­landi á tím­um Kalda stríðs­ins á mál­þingi sem hald­ið er til minn­ing­ar um kjarn­orku­árás­irn­ar á Hírósíma og Naga­sakí fyr­ir 80 ár­um.

Flytur erindi um viðbrögð við kjarnorkuárásum á Ísland
Guðni Th. Jóhannesson Prófessorinn mun ræða kjarnorkuvá á Íslandi á tíma Kalda stríðsins á málþingi á miðvikudag.

„Ef kjarnorkusprengja spryngi yfir Reykjavík dæju allir bæjarbúar.“ Varnir og viðbrögð við kjarnorkuárásum á Ísland í kalda stríðinu.

Þetta er yfirskrift erindis sem Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðiprófessor og fyrrverandi forseti Íslands, mun flytja á málþingi sem stendur frá. 15 til 17 á miðvikudag í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Samstarfshópur friðarhreyfinga stendur fyrir málþinginu í tilefni af því að 80 ár eru liðin frá því að Bandaríkjaher varpaði kjarnorkusprengjum á Hírósíma og Nagasakí. Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, setur málþingið en auk Guðna munu Rósa Magnúsdóttir prófessor og Stefán Pálsson sagnfræðingur verða með erindi og Hörður Torfason flytur tónlist.

Kl. 21 um kvöldið verður ljóðalestur á friðarljóðum í Hljómskálanum þar sem fram koma ljóðskáldin Anton Helgi Jónsson, Eygló Jónsdóttir, Eyrún Ósk Jónsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Sigurður Skúlason, Soffía Bjarnadóttir og Valdimar Tómasson.

Kjarnorkuvá á ÍslandiMyndverk eftir Einar Steingrímsson frá byrjun níunda áratugarins lýsir kjarnorkuógninni í Kalda stríðinu.

Kertafleyting fer fram kl. 22:30 við suðvesturenda Reykjavíkurtjarnar til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárásanna. Snæbjörn Guðmundsson formaður Náttúrugriða flytur ávarp og Steinunn Þóra Árnadóttir verður fundarstjóri. Flotkerti verða seld á staðnum og kosta 1.000 krónur.

Kertafleytingar verða einnig haldnar sama kvöld á Akureyri, Ísafirði, Patreksfirði, Reyðarfirði og Seyðisfirði en þetta mun vera metfjöldi staða sem taka þátt í minningarathöfninni. Á Austurlandi hefjast þær kl. 22 þar sem dimmir fyrr.

Að viðburðinum standa Félag leikskólakennara, Friðar og mannréttindahópur BSRB, Menningar og friðarsamtökin MFÍK, Samhljómur menningarheima, Samtök hernaðarandstæðinga og Búddistasamtökin SGI á Íslandi. Dagskráin er styrkt af BSRB, Eflingu og Sameyki.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár