Búist er við að 2,3 milljónir erlendra ferðamanna komi til Íslands á þessu ári samkvæmt Ferðamálastofu sem byggir þessar tölur á upplýsingum um brottför erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli. Farþegar skemmtiferðaskipa sem koma hingað eru ekki inn í þessari en þeir voru 320 þúsund í fyrra.
Tugir þúsunda starfa við ferðaþjónustu á Íslandi. Í maí síðastliðnum störfuðu til að mynda 32 þúsund manneskjur í ferðaþjónustunni hér. Þetta kemur fram í skammtímahagvísum Hagstofunnar um ferðaþjónustu sem birtir voru um miðjan júlí. Þar segir einnig að velta samkvæmt virðisaukaskýrslum svokallaðra einkennandi greina í ferðaþjónustu hafi numið tæpum 139 milljörðum króna í mars til apríl á þessu ári sem er um sjö prósenta aukning samanborið við sama tímabil í fyrra.
Ef spá Ferðamálastofu sem birt var í byrjun þessa árs rætist mun ferðamannastraumurinn enn sækja í sig veðrið og þá munu tæplega 2,5 milljónir erlendra gesta spóka sig á Íslandi á næsta ári og …
Athugasemdir