Þegar Páll Ásgeir Ásgeirsson fararstjóri fór með hóp að Auganu árið 2011 gekk hópurinn berfættur að náttúruperlunni. „Það gerði þetta að helgistund við þennan fallega stað,“ segir hann. Páll Ásgeir segist hafa áttað sig á því að um mjög viðkvæmt svæði væri að ræða og því hafi verið tekið upp á því að ferðast um á tánum. „Þessi náttúra er svo viðkvæm að það er ekki hægt að skoða hana án þess að hafa áhrif á hana,“ útskýrir hann.
Páll Ásgeir segir að sú mikla umferð sem hafi orðið á síðustu árum hafi gjörbreytt umhverfinu við Augað. Í dag er búið að koma upp merktum stíg og handriðum til þess að stýra umferð og koma í veg fyrir meira rask.

Athugasemdir