Harry Mitsidis hefur ferðast til allra landa í heiminum tvisvar, og ekki nóg með það heldur skipti hann heiminum upp í 1.301 svæði og hefur þegar farið til 1.296 þeirra. Harry er félagsfræðingur að mennt og segist horfa á heiminn með augum félagsfræðinnar.
Hirðingjar heimsins
„Ég er drifinn áfram af forvitni,“ segir ferðalangurinn Harry og stofnandi samfélagsins NomadMania. Hann hefur ferðast um allan heim til að svala forvitninni og þegar Heimildin náði tali af honum var Harry nýkominn heim frá Asíu.
Frá unga aldri hefur Harry ferðast meira en flestir. Móðir hans er frá Suður-Afríku og faðir hans Grikklandi en sjálfur fæddist Harry í Bretlandi. Fjölbreyttur bakgrunnur Harrys gerði það að verkum að hann sýndi snemma áhuga á landafræði og ólíkum menningarheimum.

Harry fetaði menntaveginn og …










































Athugasemdir