Forsætisráðherra sagði stjórnskipan Íslands í hættu: „Við munum verja lýðveldið Ísland“

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir minni­hlut­ann á Al­þingi ekki virða valda­skipti eft­ir kosn­ing­ar. Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sleit í gær þingi án um­boðs.

Kristrún Frostadóttir Forsætisráðherra sagið lýðræðið vera í hættu.

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra gagnrýndi málþóf stjórnarandstöðunnar í umræðu um veiðigjöld í upphafi þingfundar í dag og sagði lýðræðið vera í hættu. Stjórnarandstaðan beiti sér gegn þeim valdaskiptum sem áttu að vera eftir kosningar.

Kristrún kvað sér hljóðs til að flytja sérstaka yfirlýsingu kl. 10 í upphafi þingfundar í dag. „Það er komin upp ný staða í íslenskum stjórnmálum sem er fordæmalaus í sögu lýðveldisins,“ sagði hún og vísaði þar greinilega til þess að Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, hefði frestað umræðum um veiðigjöld og slitið þingfundi án umboðs í gærkvöldi.

Hún sagði minnihlutann standa í vegi fyrir lýðræðislegri afgreiðslu mála á Alþingi. „Framferði minnihlutans á sér engin fordæmi,“ sagði hún.

Gagnrýndi hún málþóf stjórnarandstöðunnar. Minnihlutinn viðurkenni ekki niðurstöðu kosninganna og reyni að stýra Alþingi þrátt fyrir að hafa ekki meirihluta. „Sú staða sem upp er komin er alvarleg fyrir lýðræðið og stjórnskipan landsins,“ sagði hún.

„Þetta er það sem er í húfi, að lýðræðið virki fyrir fólkið,“ sagði hún og bætti við: „Við munum verja lýðveldið Ísland.“

Sleit fundi í óþökk forseta þingsins

Klukkan 23:39 í gærkvöldi frestaði Hildur umræðum og sleit fundi að því virtist án umboðs meirihluta forsætisnefndar og í óþökk forseta Alþingis, Þórunnar Sveinbjarnardóttur.

Hildur SverrisdóttirÞingflokksformaður Sjálfstæðisflokks sleit í gær þingfundi án samþykkis forseta Alþingis.

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra brást við þessu í færslu á Facebook í morgun. „Við vissum öll að varðstaðan um sérhagsmunina yrði sterk en ef þetta er rétt þá er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg,“ skrifaði hún.

„Er þessu fólki semsagt ekkert heilagt?“

„Er þessu fólki semsagt ekkert heilagt?“ skrifaði Helga Vala Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingar í athugasemd. „Engin þingsköp, engar reglur, bara frekjan ein sem á að ráða. Á dauða mínum átti ég von en ekki því að hinn íhaldssami Sjálfstæðisflokkur, sem talað hefur um að „bera virðingu fyrir stofnunum landsins og Alþingi“ færi svona með þetta. Margt var sagt af stjórnarliðum síðasta kjörtímabils um Píratana og stjórnleysi þeirra en þetta hefðu þau aldrei leyft sér að gera.“

Heimsmet í bið eftir samtali

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks, sagðist í umræðum eftir ræðu forsætisráðherra taka undir það að verja þurfi lýðræðið. 29 þingmenn stjórnarandstöðunnar væru að reyna að fá meirihlutann til umræðu um veiðigjöldin. „Þess vegna stöndum við hér,“ sagði hann.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokks, sagði meirihlutann tala mikið um að stjórnarandstaðan hefði slegið Íslandsmet í ræðuhöldum með umræðu um veiðigjöldin. „Ætli það sé ekki að verða Íslandsmet og heimsmet hversu lengi við í minnihlutanum höfum þurft að bíða eftir að meirihlutinn settist niður með okkur í samtali?“

Sérhagsmunir á þingi í formi stjórnarandstöðunnar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagðist aldrei hafa upplifað annað eins á þingi en hún hefur lengstu þingreynslu allra þingmanna. Gagnrýndi hún framferði Hildar Sverrisdóttur í gærkvöldi. „Það er verið að klippa á lýðræðið,“ sagði hún. „Það er í samræmi við hvers konar jaðarflokkur Sjálfstæðisflokkurinn er að verða.“

„Það er verið að klippa á lýðræðið“

Sagði hún meirihlutann ekki láta undan þeim sérhagsmunum sem berjast gegn veiðigjöldum. „Þau eru hér inni í formi stjórnarandstöðunnar.“

Inga Sæland, félags- og húsnæðismála, sagði Ísland njóta þess að geta skipt um valdhafa á fjögurra ára fresti án þess að þurfa að draga þá bak við hús og skjóta þá eins og hún sagði gert í mörgum löndum. Sagði hún framferði Hildar óboðlegt: „Algjörlega fordæmalaust og algjörlega án nokkurs umboðs.“

Varði gjörðir Hildar

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði meðferð veiðigjaldafrumvarpsins brjóta gegn öllum reglum Stjórnarráðsins um hvernig eigi að fara með mál á Alþingi. „Þetta eru ekki einu sinni lög sem ættu að taka gildi strax. Það er ekkert sem liggur á þessari lagasetningu,“ sagði hún og hvatti ráðherra til að vinna málið betur.

„Við hér, sem kjörnir þingmenn, erum að standa vörð um gæði lagasetningar,“ sagði hún.

Bætti hún því við að framferði Hildar að slíta fundi fyrir miðnætti hefði verið samkvæmt reglum.

Hrópuðu þá þingmenn: „Forseti slítur þinginu.“

Ræður oddvitanna voru þrungnar og ljóst að yfir þessu öllu svífur hótunin um 71. grein þingskapalaga um að takmarka ræðutíma í þingsal en slík tillaga hefur þó ekki verið lögð fram. 

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár