Rannsókn á Samherjamálinu lokið

Fimm ára rann­sókn hér­aðssak­sókn­ara á Sam­herja er lok­ið. Níu Ís­lend­ing­ar eru með rétt­ar­stöðu sak­born­ings.

Rannsókn á Samherjamálinu lokið
Bernhard Esau og Þorsteinn Már Baldvinsson Samherjamálið varðaði meintar mútugreiðslur Samherja til að komast yfir fiskveiðiheimildir í Namibíu.

Rannsókn héraðssaksóknara á Samherjamálinu er lokið og saksóknari mun taka ákvörðun um hvort ákært verði í því.

Níu eru með réttarstöðu sakbornings, þar á meðal Þorsteinn Már Baldvinsson sem nýhættur er sem forstjóri Samherja. RÚV greinir frá.

Upplýst var um málið í fréttaþættinum Kveik í nóvember 2019 í samstarfi við Stundina (forvera Heimildarinnar), Wikileaks og Al Jazeera. Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja, steig fram sem uppljóstrari í málinu.

Málið varðar meintar mútugreiðslur Samherja til hátt settra embættismanna í Namibíu til að komast yfir fiskveiðiheimildir í landinu. Þá var hagnaðurinn tekinn út í gegnum flókið net félaga sem teygðu sig víða heim og vöktu upp spurningar um skattaundanskot.

Rannsóknin tók 5 ár og mikið af gögnum eru undir, þar á meðal á annað þúsund smáskilaboð á milli Þorsteins Más og Jóhannesar.

Þorsteinn Már steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja eftir að málið kom upp en tók svo við starfinu aftur. Hann hætti sem forstjóri 26. júní síðastliðinn og Baldvin Þorsteinsson sonur hans tók við sem forstjóri.

Þá höfðu Þorsteinn Már og Kristján Vilhelmsson fært hluti sína í Samherja til barnanna sinna sem eiga nú fyrirtækið.

Tveir namibískir ráðherrar sögðu af sér út af málinu, dómsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra.

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari tók fram í samtali við fréttastofu RÚV að málið hefði verið umfangsmikið og náð yfir langt tímabil. Það sé því áfangi, ákveðin kaflaskil, að klára þetta stóra mál.

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu