Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Rannsókn á Samherjamálinu lokið

Fimm ára rann­sókn hér­aðssak­sókn­ara á Sam­herja er lok­ið. Níu Ís­lend­ing­ar eru með rétt­ar­stöðu sak­born­ings.

Rannsókn á Samherjamálinu lokið
Bernhard Esau og Þorsteinn Már Baldvinsson Samherjamálið varðaði meintar mútugreiðslur Samherja til að komast yfir fiskveiðiheimildir í Namibíu.

Rannsókn héraðssaksóknara á Samherjamálinu er lokið og saksóknari mun taka ákvörðun um hvort ákært verði í því.

Níu eru með réttarstöðu sakbornings, þar á meðal Þorsteinn Már Baldvinsson sem nýhættur er sem forstjóri Samherja. RÚV greinir frá.

Upplýst var um málið í fréttaþættinum Kveik í nóvember 2019 í samstarfi við Stundina (forvera Heimildarinnar), Wikileaks og Al Jazeera. Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja, steig fram sem uppljóstrari í málinu.

Málið varðar meintar mútugreiðslur Samherja til hátt settra embættismanna í Namibíu til að komast yfir fiskveiðiheimildir í landinu. Þá var hagnaðurinn tekinn út í gegnum flókið net félaga sem teygðu sig víða heim og vöktu upp spurningar um skattaundanskot.

Rannsóknin tók 5 ár og mikið af gögnum eru undir, þar á meðal á annað þúsund smáskilaboð á milli Þorsteins Más og Jóhannesar.

Þorsteinn Már steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja eftir að málið kom upp en tók svo við starfinu aftur. Hann hætti sem forstjóri 26. júní síðastliðinn og Baldvin Þorsteinsson sonur hans tók við sem forstjóri.

Þá höfðu Þorsteinn Már og Kristján Vilhelmsson fært hluti sína í Samherja til barnanna sinna sem eiga nú fyrirtækið.

Tveir namibískir ráðherrar sögðu af sér út af málinu, dómsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra.

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari tók fram í samtali við fréttastofu RÚV að málið hefði verið umfangsmikið og náð yfir langt tímabil. Það sé því áfangi, ákveðin kaflaskil, að klára þetta stóra mál.

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
2
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
4
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár