
Seinni myndaspurning:Þessi bandaríska kona komst í fréttirnar á dögunum. Fyrir hvað?
- Í hvaða borg í Bandaríkjunum er Brú gullna hliðsins?
- Hver leikstýrði bandarísku kvikmyndunum um Guðföðurinn, eða The Godfather?
- Hvað er fjölmennasta ríki Bandaríkjanna?
- En hvaða ríki er stærst?
- Trump Bandaríkjaforseti rekur föðurætt sína til hvaða Evrópulands?
- En í hvaða landi fæddist móðir hans? Svarið þarf að vera nákvæmt.
- Hver var fyrsta bandaríska konan sem fór í framboð til forseta á vegum stóru flokkanna?
- Hve margar rauðar og hvítar rendur eru á fána Bandaríkjanna?
- Hvað þýðir sú tala?
- Hver er vinsælasta íþrótt Bandaríkjanna, sé miðað við fjölda fólks sem fer á leiki og horfir í sjónvarpi?
- Hvaða fyrirbæri er það sem Bandaríkjamenn kalla Old Faithful og hefur ákveðna tengingu við Ísland?
- Hvaða ár hófst svonefnt frelsisstríð Bandaríkjanna?
- En hvaða ár hófst borgarastríðið á 19. öldinni?
- Hve margir Bandaríkjaforsetar hafa verið myrtir í embætti?
- Í tilteknu ríki Bandaríkjanna eru byggðir eða þorp sem heita Thingvalla, Gardur og Akra (eftir Akranesi). Hvaða bandaríska ríki er þetta?
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Amerískur greifingi (badger). Konan á seinni myndinni gifti sig. Hún heitir nú Lauren Sanchéz Bezos.
Svör við almennum spurningum:
1. San Francisco. — 2. Coppola. — 3. Kalifornía. — 4. Alaska. — 5. Þýskalands. — 6. Skotlandi. Bretland dugar ekki. — 7. Hillary Clinton. — 8. Þrettán. — 9. Nýlendurnar sem lýstu yfir sjálfstæði voru þrettán. — 10. Amerískur fótbolti. — 11. Goshver, sem í Bandaríkjunum kallast „geyser“. — 12. 1776. — 13. 1860. — 14. Fjórir. — 15. Norður-Dakota.
Athugasemdir (1)