Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Áslaug Arna komin til New York en enginn tekinn við

Vara­mað­ur hef­ur ekki ver­ið kall­að­ur inn fyr­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn eft­ir að Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir þing­mað­ur flutti til Banda­ríkj­anna í nám.

Áslaug Arna komin til New York en enginn tekinn við
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Þingmaður Sjálfstæðisflokks er komin í 9 mánaða leyfi til að stunda nám við Columbia háskóla. Mynd: Golli

Enginn varaþingmaður hefur verið kallaður inn fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem flutt er til New York borgar.

Tilkynnt var í vor að Sigurður Örn Hilmarsson mundi taka sæti Áslaugar Örnu eftir að hún ákvað að taka sér leyfi í níu mánuði til að leggja stund á MPA nám við Columbia háskóla. Áslaug Arna beið lægri hlut í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins í febrúar gegn Guðrúnu Hafsteinsdóttur.

Vísir greindi frá því í gær að Áslaug Arna væri komin til New York. „Það er komið að þessu, ég er flogin til NYC og komin í gegnum landamæraeftirlitið sem var ekkert mál með student visað,“ sagði hún á Instagram í gær. „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin, en spenningur á yfirhöndina með miklum yfirburðum sem betur fer.“

Alþingi er hins vegar ekki komið í sumarfrí og þingfundur stendur yfir í dag. Eru þar meðal annars veiðigjöld til umræðu en þingmenn ríkisstjórnarinnar hafa sakað stjórnarandstöðuna um málþóf og Sjálfstæðisflokkinn þar meðtalinn.

Samkvæmt vef Alþingis hefur varamaður ekki verið kallaður inn fyrir Áslaugu Örnu og stjórnarandstaðan því ekki fullskipuð á fundi dagsins.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón M Ívarsson skrifaði
    Það er nú alveg skaðlaust þótt enginn taki við.
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár