Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Almenn ánægja eftir fyrsta skólaárið með gjaldfrjálsum skólamáltíðum

Vel tókst til á fyrsta skóla­ári eft­ir að skóla­mál­tíð­ir í grunn­skól­um urðu gjald­frjáls­ar. Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu starfs­hóps sem leggja átti mat á verk­efn­ið. Þar seg­ir að ávinn­ing­ur­inn sé skýr fyr­ir grunn­skóla­börn. Hins veg­ar eru nokkr­ar ábend­ing­ar sem þarf að skoða til fram­tíð­ar.

Almenn ánægja eftir fyrsta skólaárið með gjaldfrjálsum skólamáltíðum

 Foreldrar, skólastjórnendur og sveitarfélög sjá mikinn ávinning af gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum landsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps sem innviðaráðherra skipaði til að leggja mat á nýtingu og áhrif gjaldfrjálsra skólamáltíða. Skýrsla starfshópsins var kynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir voru liður í aðgerðum stjórnvalda árið 2024 til að styðja við gerð langtímakjarasamninga á vinnumarkaði og leggja grundvöll að bættum lífskjörum og kaupmætti launafólks. Alþingi samþykkti í fyrra að heimila Jöfnunarsjóði sveitarfélaga að greiða sveitarfélögum sem bjóða upp á skólamáltíðir framlög á árunum 2024-2027.

Áhyggjur af matarsóun og fjármögnun

Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar eru foreldrar og forráðafólk grunnskólabarna ánægð með verkefnið. Alls kváðust 81% vera mjög eða nokkuð jákvæð með verkefnið en aðeins 7% lýstu sig nokkuð eða mjög neikvæð gagnvart því.

Í skýrslunni segir að skólastjórnendur sjái mikinn ávinning af verkefninu og lýsi litlum eða engum áskorunum, en þar sem þær eru nefndar snúast þær einkum um áhyggjur af matarsóun og fjármögnun.

Sveitarfélög sjá einnig ávinning af gjaldfrjálsum skólamáltíðum sem felist í því að öllum börnum eru tryggðar skólamáltíðir óháð efnahag og fleiri börn nýti máltíðirnar. Ávinningurinn væri þó ekki án áskorana þar sem kostnaður hafi aukist hjá meirihluta sveitarfélaga, svo sem vegna fjölgunar nemenda sem nýti skólamáltíðir, mótframlag ríkisins nemi einungis hluta af heildarkostnaði, auk þess sem verð á matvöru fari hækkandi.

Fleiri skráðir í skólamáltíðir

Loks kemur fram í skýrslunni að skráning barna í skólamáltíðir hefur aukist í öllum bekkjum eftir að þær urðu gjaldfrjálsar, mest í eldri bekkjum þar sem þátttaka var minni fyrir.

Starfshópurinn setur fram sex ábendingar til stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga, sem verður unnið úr, en taka þarf ákvörðun um framhald verkefnisins þegar því lýkur árið 2027

Ábendingarnar eru sex. Þær snúa að því að rannsaka þarf matarsóun og gera íhlutanir til að minnka hana, hafa þarf eftirlit með gæðum máltíða og næringarinnihaldi, tryggja þarf fjármagn fyrir gæðaríkri skólamáltíð, tryggja þarf að til staðar séu upplýsingar sveitarfélaga um raunkostnað, og skýra þarf hvort gjaldfrjálsar skólamáltíðir eigi eingöngu við um hádegisverð eða alla málsverði á skólatíma.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár