Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Almenn ánægja eftir fyrsta skólaárið með gjaldfrjálsum skólamáltíðum

Vel tókst til á fyrsta skóla­ári eft­ir að skóla­mál­tíð­ir í grunn­skól­um urðu gjald­frjáls­ar. Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu starfs­hóps sem leggja átti mat á verk­efn­ið. Þar seg­ir að ávinn­ing­ur­inn sé skýr fyr­ir grunn­skóla­börn. Hins veg­ar eru nokkr­ar ábend­ing­ar sem þarf að skoða til fram­tíð­ar.

Almenn ánægja eftir fyrsta skólaárið með gjaldfrjálsum skólamáltíðum

 Foreldrar, skólastjórnendur og sveitarfélög sjá mikinn ávinning af gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum landsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps sem innviðaráðherra skipaði til að leggja mat á nýtingu og áhrif gjaldfrjálsra skólamáltíða. Skýrsla starfshópsins var kynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir voru liður í aðgerðum stjórnvalda árið 2024 til að styðja við gerð langtímakjarasamninga á vinnumarkaði og leggja grundvöll að bættum lífskjörum og kaupmætti launafólks. Alþingi samþykkti í fyrra að heimila Jöfnunarsjóði sveitarfélaga að greiða sveitarfélögum sem bjóða upp á skólamáltíðir framlög á árunum 2024-2027.

Áhyggjur af matarsóun og fjármögnun

Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar eru foreldrar og forráðafólk grunnskólabarna ánægð með verkefnið. Alls kváðust 81% vera mjög eða nokkuð jákvæð með verkefnið en aðeins 7% lýstu sig nokkuð eða mjög neikvæð gagnvart því.

Í skýrslunni segir að skólastjórnendur sjái mikinn ávinning af verkefninu og lýsi litlum eða engum áskorunum, en þar sem þær eru nefndar snúast þær einkum um áhyggjur af matarsóun og fjármögnun.

Sveitarfélög sjá einnig ávinning af gjaldfrjálsum skólamáltíðum sem felist í því að öllum börnum eru tryggðar skólamáltíðir óháð efnahag og fleiri börn nýti máltíðirnar. Ávinningurinn væri þó ekki án áskorana þar sem kostnaður hafi aukist hjá meirihluta sveitarfélaga, svo sem vegna fjölgunar nemenda sem nýti skólamáltíðir, mótframlag ríkisins nemi einungis hluta af heildarkostnaði, auk þess sem verð á matvöru fari hækkandi.

Fleiri skráðir í skólamáltíðir

Loks kemur fram í skýrslunni að skráning barna í skólamáltíðir hefur aukist í öllum bekkjum eftir að þær urðu gjaldfrjálsar, mest í eldri bekkjum þar sem þátttaka var minni fyrir.

Starfshópurinn setur fram sex ábendingar til stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga, sem verður unnið úr, en taka þarf ákvörðun um framhald verkefnisins þegar því lýkur árið 2027

Ábendingarnar eru sex. Þær snúa að því að rannsaka þarf matarsóun og gera íhlutanir til að minnka hana, hafa þarf eftirlit með gæðum máltíða og næringarinnihaldi, tryggja þarf fjármagn fyrir gæðaríkri skólamáltíð, tryggja þarf að til staðar séu upplýsingar sveitarfélaga um raunkostnað, og skýra þarf hvort gjaldfrjálsar skólamáltíðir eigi eingöngu við um hádegisverð eða alla málsverði á skólatíma.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár