Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Starfsmaður leikskóla sýknaður eftir atvik með barni

For­eldr­ar barns fóru fram á 1 millj­ón króna í miska­bæt­ur fyr­ir lík­ams­árás gegn barn­inu en starfs­menn leik­skól­ans töldu ekk­ert óvenju­legt hafa átt sér stað.

Starfsmaður leikskóla sýknaður eftir atvik með barni
Leikskólabörn Starfsmaðurinn harmaði að drengurinn hefði fengið áverka eftir atvikið. Mynd: Golli

Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í dag starfsmann á leikskóla fyrir líkamsárás og barnaverndarlagabrot sem hann var ákærður fyrir að hafa framið í maí 2022.

Niðurstaða dómsins var að áverkar á fimm ára barni á leikskólanum hafi komið til fyrir gáleysisverknað ákærða og ekki þótti sannað að hann hafi beitt drenginn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum, ógnunum eða sýnt honum ósiðlegt athæfi.

Ákærði sagði í yfirheyrslu að drengurinn væri eitt þeirra barna sem glímdi við hegðunarerfiðleika og beitti jafnvel ofbeldi. Umræddan dag hafi drengurinn verið að koma sér inn í leik annarra barna í sandkassanum en að drengurinn hafi ausað sandi í andlit þeirra. Drengurinn hafi síðar kastað sandi í andlit ákærða og hann þá gripið í peysu drengsins í bringuhæð „bara til að stoppa hann í eina sekúndu frá því að hlaupa aftur í burtu“. Hann hafi svo leitt hann inn á hans deild svo annar starfsmaður, sem þekkti hann, gæti rætt við hann.

Foreldrar drengsins, sem sáu hluta af atburðarásinni, töldu starfsmanninn hafa gripið í hægri öxl drengsins, marið hann með því og gefið honum brunasár á öxl, og hafa sýnt honum ruddalegt athæfi og yfirgang. Drengurinn hafi hrópað „þú meiddir mig“.

Starfsmenn sáu ekkert óeðlilegt

Leikskólastjórinn kom fyrir dóm við aðalmeðferð máls og staðfesti að niðurstaða könnunar hefði leitt í ljós að ekkert óeðlilegt hefði átt sér stað í samskiptum ákærða og brotaþola þennan dag. Ákærði hafi gert allt hárrétt þegar hann hjálpaði drengnum að komast út úr aðstæðum í sandkassanum.

Staðfesti leikskólastjórinn að drengurinn hefði þurft mikinn stuðning vegna hegðunarvanda. Enginn starfsmanna taldi sig hafa séð nokkuð óeðlilegt af hálfu starfsmannsins.

Tók dómurinn undir með ákærða að lögreglurannsókn málsins hafi verið „fremur óvönduð og ómarkviss“. Einnig hafi dregist að taka skýrslur, en dómur féll í málinu rúmum þremur árum eftir að það kom upp. Dómurinn sagði ákærða aldrei hafa þrætt fyrir að hafa gripið í barnið, hafa harmað að það hafi hlotið áverka og sagt það hafa verið óviljaverk. Starfsmaðurinn hafi brugðist rétt við aðstæðum samkvæmt framburði starfsmanna og því hafi ekki verið hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hafi framið brot.

Var hann því sýknaður, bótakröfu foreldra sonarins upp á 1 milljón króna vísað frá og þóknun réttargæslumanns og málsvarnarlaun verjanda greidd úr ríkissjóði.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
2
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
3
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár