Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Starfsmaður leikskóla sýknaður eftir atvik með barni

For­eldr­ar barns fóru fram á 1 millj­ón króna í miska­bæt­ur fyr­ir lík­ams­árás gegn barn­inu en starfs­menn leik­skól­ans töldu ekk­ert óvenju­legt hafa átt sér stað.

Starfsmaður leikskóla sýknaður eftir atvik með barni
Leikskólabörn Starfsmaðurinn harmaði að drengurinn hefði fengið áverka eftir atvikið. Mynd: Golli

Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í dag starfsmann á leikskóla fyrir líkamsárás og barnaverndarlagabrot sem hann var ákærður fyrir að hafa framið í maí 2022.

Niðurstaða dómsins var að áverkar á fimm ára barni á leikskólanum hafi komið til fyrir gáleysisverknað ákærða og ekki þótti sannað að hann hafi beitt drenginn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum, ógnunum eða sýnt honum ósiðlegt athæfi.

Ákærði sagði í yfirheyrslu að drengurinn væri eitt þeirra barna sem glímdi við hegðunarerfiðleika og beitti jafnvel ofbeldi. Umræddan dag hafi drengurinn verið að koma sér inn í leik annarra barna í sandkassanum en að drengurinn hafi ausað sandi í andlit þeirra. Drengurinn hafi síðar kastað sandi í andlit ákærða og hann þá gripið í peysu drengsins í bringuhæð „bara til að stoppa hann í eina sekúndu frá því að hlaupa aftur í burtu“. Hann hafi svo leitt hann inn á hans deild svo annar starfsmaður, sem þekkti hann, gæti rætt við hann.

Foreldrar drengsins, sem sáu hluta af atburðarásinni, töldu starfsmanninn hafa gripið í hægri öxl drengsins, marið hann með því og gefið honum brunasár á öxl, og hafa sýnt honum ruddalegt athæfi og yfirgang. Drengurinn hafi hrópað „þú meiddir mig“.

Starfsmenn sáu ekkert óeðlilegt

Leikskólastjórinn kom fyrir dóm við aðalmeðferð máls og staðfesti að niðurstaða könnunar hefði leitt í ljós að ekkert óeðlilegt hefði átt sér stað í samskiptum ákærða og brotaþola þennan dag. Ákærði hafi gert allt hárrétt þegar hann hjálpaði drengnum að komast út úr aðstæðum í sandkassanum.

Staðfesti leikskólastjórinn að drengurinn hefði þurft mikinn stuðning vegna hegðunarvanda. Enginn starfsmanna taldi sig hafa séð nokkuð óeðlilegt af hálfu starfsmannsins.

Tók dómurinn undir með ákærða að lögreglurannsókn málsins hafi verið „fremur óvönduð og ómarkviss“. Einnig hafi dregist að taka skýrslur, en dómur féll í málinu rúmum þremur árum eftir að það kom upp. Dómurinn sagði ákærða aldrei hafa þrætt fyrir að hafa gripið í barnið, hafa harmað að það hafi hlotið áverka og sagt það hafa verið óviljaverk. Starfsmaðurinn hafi brugðist rétt við aðstæðum samkvæmt framburði starfsmanna og því hafi ekki verið hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hafi framið brot.

Var hann því sýknaður, bótakröfu foreldra sonarins upp á 1 milljón króna vísað frá og þóknun réttargæslumanns og málsvarnarlaun verjanda greidd úr ríkissjóði.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár