Mikil fækkun í komum hælisleitenda hjá Læknavaktinni

Kom­ur hæl­is­leit­enda á Lækna­vakt­ina ár­ið 2024 voru að­eins fjórð­ung­ur af kom­um þeirra ár­ið áð­ur.

Mikil fækkun í komum hælisleitenda hjá Læknavaktinni
Alma Möller heilbrigðisráðherra Ráðherra svaraði fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um flokkun sjúklinga. Mynd: Golli

Hælisleitendur komu 88 sinnum á Læknavaktina á síðasta ári samkvæmt svari Ölmu Möller heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Nönnu Margrétar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Miðflokksins, á Alþingi.

Árið 2022 komu 258 hælisleitendur, eða umsækjendur um alþjóðlega vernd, á Læknavaktina og 343 árið 2023. Fjöldi þeirra árið 2024 var því aðeins um fjórðungur miðað við árið áður. Umsóknum um vernd fækkaði um meira en helming milli áranna 2023 og 2024, en þorri þeirra hafði verið frá Úkraínu og Venesúela. Hætt var í kjölfarið að veita umsækjendum frá síðarnefnda landinu sérstaklega viðbótarvernd.

Spurning Nönnu Margrétar snéri að því hvernig sjúklingar væru flokkaðir í heilbrigðiskerfinu og óskaði eftir skýringum á svari ráðherra við fyrri fyrirspurn hennar. Í henni hafði hún óskað eftir því að vita um fjölda hælisleitenda sem og íslenskra ríkisborgara, erlendra ferðamanna, erlends vinnuafls og annarra hópa hjá bráðamóttökunnar í Fossvogi og við Hringbraut og hjá Læknavaktinni. Vildi hún einnig vita hver kostnaðurinn hefði verið við hvern þessara hópa á árunum 2022 til 2024.

Nanna Margrét GunnlaugsdóttirÞingmaður Miðflokksins spurði um flokkun sjúklinga og kostnað við einstaka hópa.

Í svarinu kom fram að sumir einstaklingar séu skráðir með „svokallaða gervikennitölu“ og erlent ríkisfang í afgreiðslukerfi spítalans. „Um ósjúkratryggða einstaklinga er að ræða en ekki er hægt að greina á milli hvort viðkomandi er ferðamaður, umsækjandi um alþjóðlega vernd eða einstaklingur sem er nýlega fluttur hingað til lands og er á biðtíma eftir sjúkratryggingu,“ segir í svarinu. 

Fram kemur að stæsti hópur ósjúkratryggðra séu ferðamenn. „Að því er varðar komur einstaklinga sem fengið hafa alþjóðlega vernd þá eru þeir sjúkratryggðir og ekki flokkaðir sérstaklega,“ segir ennfremur í svarinu. „Hjá Læknavaktinni eru umsækjendur um alþjóðlega vernd þó flokkaðir sérstaklega og voru komur 258 árið 2022, 343 árið 2023 og 88 árið 2024.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
4
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár