Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Mikil fækkun í komum hælisleitenda hjá Læknavaktinni

Kom­ur hæl­is­leit­enda á Lækna­vakt­ina ár­ið 2024 voru að­eins fjórð­ung­ur af kom­um þeirra ár­ið áð­ur.

Mikil fækkun í komum hælisleitenda hjá Læknavaktinni
Alma Möller heilbrigðisráðherra Ráðherra svaraði fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um flokkun sjúklinga. Mynd: Golli

Hælisleitendur komu 88 sinnum á Læknavaktina á síðasta ári samkvæmt svari Ölmu Möller heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Nönnu Margrétar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Miðflokksins, á Alþingi.

Árið 2022 komu 258 hælisleitendur, eða umsækjendur um alþjóðlega vernd, á Læknavaktina og 343 árið 2023. Fjöldi þeirra árið 2024 var því aðeins um fjórðungur miðað við árið áður. Umsóknum um vernd fækkaði um meira en helming milli áranna 2023 og 2024, en þorri þeirra hafði verið frá Úkraínu og Venesúela. Hætt var í kjölfarið að veita umsækjendum frá síðarnefnda landinu sérstaklega viðbótarvernd.

Spurning Nönnu Margrétar snéri að því hvernig sjúklingar væru flokkaðir í heilbrigðiskerfinu og óskaði eftir skýringum á svari ráðherra við fyrri fyrirspurn hennar. Í henni hafði hún óskað eftir því að vita um fjölda hælisleitenda sem og íslenskra ríkisborgara, erlendra ferðamanna, erlends vinnuafls og annarra hópa hjá bráðamóttökunnar í Fossvogi og við Hringbraut og hjá Læknavaktinni. Vildi hún einnig vita hver kostnaðurinn hefði verið við hvern þessara hópa á árunum 2022 til 2024.

Nanna Margrét GunnlaugsdóttirÞingmaður Miðflokksins spurði um flokkun sjúklinga og kostnað við einstaka hópa.

Í svarinu kom fram að sumir einstaklingar séu skráðir með „svokallaða gervikennitölu“ og erlent ríkisfang í afgreiðslukerfi spítalans. „Um ósjúkratryggða einstaklinga er að ræða en ekki er hægt að greina á milli hvort viðkomandi er ferðamaður, umsækjandi um alþjóðlega vernd eða einstaklingur sem er nýlega fluttur hingað til lands og er á biðtíma eftir sjúkratryggingu,“ segir í svarinu. 

Fram kemur að stæsti hópur ósjúkratryggðra séu ferðamenn. „Að því er varðar komur einstaklinga sem fengið hafa alþjóðlega vernd þá eru þeir sjúkratryggðir og ekki flokkaðir sérstaklega,“ segir ennfremur í svarinu. „Hjá Læknavaktinni eru umsækjendur um alþjóðlega vernd þó flokkaðir sérstaklega og voru komur 258 árið 2022, 343 árið 2023 og 88 árið 2024.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár