Mikil fækkun í komum hælisleitenda hjá Læknavaktinni

Kom­ur hæl­is­leit­enda á Lækna­vakt­ina ár­ið 2024 voru að­eins fjórð­ung­ur af kom­um þeirra ár­ið áð­ur.

Mikil fækkun í komum hælisleitenda hjá Læknavaktinni
Alma Möller heilbrigðisráðherra Ráðherra svaraði fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um flokkun sjúklinga. Mynd: Golli

Hælisleitendur komu 88 sinnum á Læknavaktina á síðasta ári samkvæmt svari Ölmu Möller heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Nönnu Margrétar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Miðflokksins, á Alþingi.

Árið 2022 komu 258 hælisleitendur, eða umsækjendur um alþjóðlega vernd, á Læknavaktina og 343 árið 2023. Fjöldi þeirra árið 2024 var því aðeins um fjórðungur miðað við árið áður. Umsóknum um vernd fækkaði um meira en helming milli áranna 2023 og 2024, en þorri þeirra hafði verið frá Úkraínu og Venesúela. Hætt var í kjölfarið að veita umsækjendum frá síðarnefnda landinu sérstaklega viðbótarvernd.

Spurning Nönnu Margrétar snéri að því hvernig sjúklingar væru flokkaðir í heilbrigðiskerfinu og óskaði eftir skýringum á svari ráðherra við fyrri fyrirspurn hennar. Í henni hafði hún óskað eftir því að vita um fjölda hælisleitenda sem og íslenskra ríkisborgara, erlendra ferðamanna, erlends vinnuafls og annarra hópa hjá bráðamóttökunnar í Fossvogi og við Hringbraut og hjá Læknavaktinni. Vildi hún einnig vita hver kostnaðurinn hefði verið við hvern þessara hópa á árunum 2022 til 2024.

Nanna Margrét GunnlaugsdóttirÞingmaður Miðflokksins spurði um flokkun sjúklinga og kostnað við einstaka hópa.

Í svarinu kom fram að sumir einstaklingar séu skráðir með „svokallaða gervikennitölu“ og erlent ríkisfang í afgreiðslukerfi spítalans. „Um ósjúkratryggða einstaklinga er að ræða en ekki er hægt að greina á milli hvort viðkomandi er ferðamaður, umsækjandi um alþjóðlega vernd eða einstaklingur sem er nýlega fluttur hingað til lands og er á biðtíma eftir sjúkratryggingu,“ segir í svarinu. 

Fram kemur að stæsti hópur ósjúkratryggðra séu ferðamenn. „Að því er varðar komur einstaklinga sem fengið hafa alþjóðlega vernd þá eru þeir sjúkratryggðir og ekki flokkaðir sérstaklega,“ segir ennfremur í svarinu. „Hjá Læknavaktinni eru umsækjendur um alþjóðlega vernd þó flokkaðir sérstaklega og voru komur 258 árið 2022, 343 árið 2023 og 88 árið 2024.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár