Tónlist og vinirnir móta mig. Ég ólst upp við rosalega mikið af tónlist og hef alltaf verið syngjandi og hlustandi á tónlist. Að finna svo sama persónuleika og væb í öðru fólki og vinum hefur hjálpað mér að finna hver ég er sem manneskja. Ég myndi segja að það sé svona artsy-fartsy manneskja sem finnst list og tónlist skemmtileg. Meira en einhver sem kveikir á útvarpinu – einhver sem innilega hlustar á tónlist eða nýtur einhvers konar listar. Ég hef svo gaman af öllu listalífi. Ég fer reglulega á karókí, uppistönd og dragshow. Dragshow eru geðveikt skemmtileg. Mér finnst Reykjavík og miðbærinn rosa kúl. Ég hef ekki mikla reynslu af öðrum stöðum upp á menningarlíf að gera en það er rosalega næs að geta búið hérna.
Það er ástríða að syngja en áður en ég lærði að tala almennilega var ég farin að syngja. Ég stíg alltaf á svið í …
Athugasemdir