Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Milljón króna dagsektir: Gagnabeiðnin sem SVEIT neitar að svara

Sam­tök fyr­ir­tækja á veit­inga­mark­aði kæra þá ákvörð­un Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að leggja á sam­tök­in millj­ón króna dag­sekt­ir. Þau neita að af­henda gögn sem til­greind eru í fimm lið­um.

Milljón króna dagsektir: Gagnabeiðnin sem SVEIT neitar að svara
Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitisins. Mynd: Heida Helgadottir

Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafi vanrækt óvíræða lagaskyldu um afhendingu gagna og brotið þar með gegn samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið ákvað í gær að leggja dagsektir á samtökin vegna umræddra brota og samkvæmt ákvörðuninni skal SVEIT greiða milljón króna í dagsektir þar til umbeðin gögn hafa verið afhent eftirlitinu. 

SVEIT hefur hins vegar tilkynnt að þau muni kæra þessa ákvörðun, sem þau mótmæla harðlega og verða engar sektir lagaðar á samtökin þar til niðurstaða áfrýjunarnefndar liggur fyrir um afhendingu gagnanna.

Forsagan er sú að þann 14. mars 2025 barst Samkeppniseftirlitinu kvörtun Alþýðusambands Íslands, Eflingar-Stéttarfélags og Starfsgreinasambands Íslands vegna „ólögmæts verðsamráðs fyrirtækja á veitingamarkaði og ólögmæts verðsamráðs innan Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði“.

SVEIT hefur hins vegar ítrekað hafnað kröfu Samkeppniseftirlitsins um afhendingu gagna.

Þar er því haldið fram að gerð SVEIT á einhliða kjarasamningi við félagið Virðingu, þar sem kveðið er á um launakjör á veitingamarkaði, …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Það er alveg sama í hvaða SVEIT menn eru staddir, þar er verið að brjóta reglu og réttlætið. Menn geta það og þess vegna gera þeir það. Ég á. Ég má Farðu frá!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár