Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Ungur maður lést á Esjunni

Vikt­or var að­eins 22 ára gam­all þeg­ar hann lést af slys­för­um í hlíð­um Kistu­fells.

Ungur maður lést á Esjunni
Viktor Armann Kambizson var fæddur 30. desember 2002. Mynd: Facebook

Maðurinn sem leitað var á Esjunni aðfararnótt þriðjudags og fannst látinn í hlíðum Kistufells hét Viktor Armann Kambizson og var aðeins 22 ára gamall. 

Frá þessu greinir móðir Viktors, Hrönn Harðardóttir, á Facebook-síðu sinni, þar sem hún þakkar björgunarsveitarfólki og lögreglu fyrir aðgát og aðstoð. 

„Þessi fallegi, skemmtilegi yndislegi drengur, hann Viktor minn er látinn. Aðeins 22 ára gamall. Hann er göngumaðurinn sem var leitað að í Esjunni í vikunni. Hann fórst af slysförum í hlíðum Kistufells,“ segir hún.

„Við færum björgunarsveitarfólki sem leitaði tímunum saman og langt fram á nótt okkar bestu þakkir. Sem og áhöfn þyrlunnar sem fann drenginn minn. Og lögreglunni sem hélt utan um okkur og gaf reglulega upplýsingar um stöðu mála. Og þeim sem komu heim til okkar og tilkynntu andlátið. Fyrir nærgætni og hlýju. Góður drengur er fallinn frá, allt of snemma. Elsku Viktor minn, hvíldu í friði.“

Slys eru algeng á Esjunni og eru banaslys á fjöllum hvergi fleiri. Árið 2013 lést 58 ára gömul kona þegar hún féll í fjallinu. Árið 2020 lést 23 ára gamall maður í snjóflóði við Móskarðshnúka. Þremur árum áður lést annar maður í snjóflóði neðan við Hátind. Þá létust tveir piltar árið 1979 í snjóflóði vestan við Þverfellshorn, en algengasta gönguleiðin á fjallið liggur þar austan megin. Kistufell, þar sem ungi maðurinn lést, er austar, handan við Gunnlaugsskarð. Þar er bratti meiri en við Þverfellshorn.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár