Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Ungur maður lést á Esjunni

Vikt­or var að­eins 22 ára gam­all þeg­ar hann lést af slys­för­um í hlíð­um Kistu­fells.

Ungur maður lést á Esjunni
Viktor Armann Kambizson var fæddur 30. desember 2002. Mynd: Facebook

Maðurinn sem leitað var á Esjunni aðfararnótt þriðjudags og fannst látinn í hlíðum Kistufells hét Viktor Armann Kambizson og var aðeins 22 ára gamall. 

Frá þessu greinir móðir Viktors, Hrönn Harðardóttir, á Facebook-síðu sinni, þar sem hún þakkar björgunarsveitarfólki og lögreglu fyrir aðgát og aðstoð. 

„Þessi fallegi, skemmtilegi yndislegi drengur, hann Viktor minn er látinn. Aðeins 22 ára gamall. Hann er göngumaðurinn sem var leitað að í Esjunni í vikunni. Hann fórst af slysförum í hlíðum Kistufells,“ segir hún.

„Við færum björgunarsveitarfólki sem leitaði tímunum saman og langt fram á nótt okkar bestu þakkir. Sem og áhöfn þyrlunnar sem fann drenginn minn. Og lögreglunni sem hélt utan um okkur og gaf reglulega upplýsingar um stöðu mála. Og þeim sem komu heim til okkar og tilkynntu andlátið. Fyrir nærgætni og hlýju. Góður drengur er fallinn frá, allt of snemma. Elsku Viktor minn, hvíldu í friði.“

Slys eru algeng á Esjunni og eru banaslys á fjöllum hvergi fleiri. Árið 2013 lést 58 ára gömul kona þegar hún féll í fjallinu. Árið 2020 lést 23 ára gamall maður í snjóflóði við Móskarðshnúka. Þremur árum áður lést annar maður í snjóflóði neðan við Hátind. Þá létust tveir piltar árið 1979 í snjóflóði vestan við Þverfellshorn, en algengasta gönguleiðin á fjallið liggur þar austan megin. Kistufell, þar sem ungi maðurinn lést, er austar, handan við Gunnlaugsskarð. Þar er bratti meiri en við Þverfellshorn.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár