Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Covid-skerðingar Strætó dregnar til baka í ágúst 2025

Strætó mun stór­auka þjón­ustu sína síð­sum­ars með tíð­ari ferð­um og lengri þjón­ustu­tíma á kvöld­in.

Covid-skerðingar Strætó dregnar til baka í ágúst 2025
Covid-faraldurinn Strætó dró úr þjónustunni sinni á meðan Covid-faraldrinum stóð en í ágúst verða þær skerðingar dregnar til baka. Mynd: Shutterstock

Aukin tíðni verður á fjölda leiða Strætó á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem þjónustutími á kvöldin lengist. Ein af ástæðum breytinganna er að Strætó dregur með þessu til baka skerðingar sem urðu á tíma samkomutakmarkana vegna Covid-19 faraldursins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. „Strætó mun stórauka þjónustu sína en frá og með 17. ágúst 2025 verður umfangsmikil þjónustuaukning í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningunni. „Þessi aukning er hluti af Samgöngusáttmálanum og rekstraráætlun Strætó og skref í átt að Nýju leiðaneti, sem á að taka gildi árið 2031.“

Með breytingunum fer hlutfall íbúa sem búa innan 400 metra frá stoppistöð með 10 mínútna tíðni á annatíma úr um 18% í rúmlega 50%. Aukin verður tíðni á annatíma á leiðum 3, 5, 6 og 12 úr 15 mínútum í 10. Á leiðum 19, 21 og 24 eykst tíðni á annatíma úr 30 mínútum í 15 mínútur. Utan annatíma eykst tíðni leiða 3, 5, 12 og 15 úr 30 mínútum í 15.

Lengri þjónustutími á kvöldin á fjórtán leiðum: 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 11, 12, 15, 18, 19, 21 og 24. Vagnar munu hins vegar ekki bíða eftir tengingum við aðra vagna í Ártúni á annatíma vegna aukinnar tíðni.

Markmið breytinganna eru að auka notkun almenningssamgangna, bæta aðgengi íbúa að samgöngum með góðri tíðni, venja fólk við tíðni framtíðarinnar og draga úr umferð með auknum valkostum við einkabílinn.

Með þessu verða dregnar til baka skerðingar frá Covid-tímanum að því er segir í tilkynningunni. Þá eru breytingarnar liður í undirbúningi fyrir framkvæmdir við 1. áfanga Borgarlínu.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár