Á að hunsa fólk sem lætur í ljós kynþáttafordóma, hæðast að því, lemja það eða nálgast það með samtali? Um þetta hefur verið rætt undanfarnar vikur meðal fólks á vinstri væng stjórnmálanna á Íslandi.
Umræðurnar fóru á flug með þættinum Rauða borðinu á Samstöðinni föstudaginn 6. júní. Þar bryddaði þáttarstjórnandinn María Lilja Þrastardóttir Kemp upp á samtali um mótmæli hópsins Ísland – þvert á flokka á Austurvelli helgina áður. Á mótmælunum voru lagðar fram kröfur um að landamærum Íslands yrði lokað, móttaka hælisleitenda sögð of dýr fyrir samfélagið og baulað þegar Brynjar Barkarson tónlistarmaður nefndi trúarbrögðin íslam á nafn.

Hugleikur Dagsson skopteiknari birti í kjölfarið af mótmælunum skopmynd sem vakti blendin viðbrögð í athugasemdum teiknarans. „Rasistar eru brandari,“ skrifaði Hugleikur við myndina. „Hlæjum að þeim.“
Steinunn Gunnlaugsdóttir, listakona og aktífisti, var meðal gesta sem ræddu um mótmælin í Rauða borðinu. „Mér finnst mjög áhugavert hvað mikið af fólki …
Í stuttu máli er það skylda þeirra að tryggja málefnalega umræðu. Það er það sem fólk vill, við eigum að geta rætt hvernig að bregðast við vandanum sem innflytjendur geta skapað vegna fjölda, framandi menningar og afstöðu til stöðu kynja, umgengnisvenja og fleira.
Að standa og góla "útlendingar burt!" er ekki lausnin.
Hins vegar er mín persónulega skoðun sú að þessi mótmæli eru að svo stöddu algjörlega óþarfi enda Alþingið að ræða útlendinga- og innflytjendamálin nú þegar. Er þar kominn farvegur sem kjörnu fulltrúar okkar geta vel séð um.