Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Loka aðstöðu leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli

Isa­via lof­ar að­gerð­um til að betr­um­bæta þjón­ustu leigu­bíla við Kefla­vík­ur­flug­völl og koma í veg fyr­ir ógagn­sæja verð­lagn­ingu. Tek­ið er fram að að­stöðu leigu­bíl­stjóra sé lok­að vegna við­halds­skorts sem flug­völl­ur­inn sem eig­andi henn­ar ber al­far­ið ábyrgð á.

Loka aðstöðu leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli

Keflavíkurflugvöllur hefur ákveðið að loka aðstöðu leigubílsstjóra við völlinn frá og með þriðjudeginum 10. júní.

Deilur hafa staðið um aðstöðuna, meðal annars vegna kergju um bænahald leigubílstjóra þar inni. Fjölda leigubílsstjóra hefur verið vísað frá flugvellinum vegna brota á reglum.

„Leigubílstjórar hafa haft aðgang að afdrepi við leigubílasvæðið, þ.e. geymsluskúr þar sem einnig eru salerni og setuaðstaða,“ segir í tölvupósti frá Isavia til leigubílstjóra.

„Í kjölfar umræðu um nýtingu á þessu afdrepi var fyrirkomulag aðstöðunnar tekið til skoðunar. Fyrsta skrefið í þeirri vinnu var úttekt á húsnæðinu sem leiddi í ljós að ástand þess er bágborið. Því hefur verið ákveðið að loka afdrepinu.

Rétt er að það komi skýrt fram í þessum pósti að ástæða lokunarinnar er bágborið ástand afdrepsins sem ræðst eingöngu af viðhaldsskorti sem við sem eigandi aðstöðunnar berum ábyrgð á.“

Leigubílstjórum er héðan af bent á að nota salernisaðstöðu í flugstöð eins og aðrir þjónustuaðilar á flugvellinum gera. Leigubílstjórar munu einnig hafa áfram aðgengi að mötuneyti í flugstöðinni sem er opið öllum starfsmönnum.

Vegna ábendinga frá gestum flugvallarins um leigubílaþjónustu og „ógagnsæja verðlagningu“ verður einnig hafin vinna við að betrumbæta leigubílaþjónustu, verðlagningu og umgjörð hennar. Starfsfólk á vegum vallarins er nú á vöktum á háannatíma til að hjálpa notendum leigubíla og upplýsa þá um réttindi sín.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár