Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Lögreglan beitti rafvopni þrisvar sinnum á þremur mánuðum

Notk­un raf­varn­ar­vopna hjá lög­reglu jókst á fyrsta árs­fjórð­ungi 2025. Þeim var beitt þrisvar sinn­um og ógn­að í 28 til­vik­um. Vopn­in eru um­deild, en eru nú orð­in hluti af vopna­búri lög­regl­unn­ar.

Lögreglan beitti rafvopni þrisvar sinnum á þremur mánuðum

Lögreglan beitti rafvopni við handtöku í þremur málum á fyrsta ársfjórðungi ársins 2025. Þetta kemur fram í nýrri ársfjórðungsskýrslu ríkislögreglustjóra sem birt var á vef lögreglunnar í dag.

Samkvæmt skýrslunni var vopninu einnig ógnað eða það tekið úr slíðri í alls 28 málum á sama tímabili. Til samanburðar var rafvarnarvopni beitt tvisvar sinnum á síðasta ársfjórðungi 2024 og þá ógnað eða dregið fram í 13 málum.

Rafvarnarvopn voru fyrst tekin í notkun hjá lögreglu í september 2024 og eru þau nú formlega hluti af valdbeitingartækjum lögreglu, líkt og kylfur og piparúði. Að sögn ríkislögreglustjóra eru vopnin hugsuð sem hluti af þeirri viðleitni að auka öryggi bæði lögreglu og almennings með því að fjölga valkostum við viðbrögð í aðgerðum.

Notkun rafvarnarvopna hefur verið umdeild frá því þau voru tekin í notkun. Gagnrýnendur hafa bent á hættuna á misnotkun og að vopnin geti skapað falskt öryggi í valdbeitingu. Þó að raunveruleg notkun sé enn tiltölulega fátíð, gefa nýjustu tölur til kynna að lögreglan grípi mun oftar til rafvarnarvopna nú en áður. Fjöldi tilvika þar sem vopnið er dregið fram eða ógnað með því hefur meira en tvöfaldast milli fjórðunga, úr 13 í 28 mál.

Lögreglan áformar að halda áfram reglubundinni birtingu skýrslna um notkun rafvarnarvopna. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár