Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Lögreglan beitti rafvopni þrisvar sinnum á þremur mánuðum

Notk­un raf­varn­ar­vopna hjá lög­reglu jókst á fyrsta árs­fjórð­ungi 2025. Þeim var beitt þrisvar sinn­um og ógn­að í 28 til­vik­um. Vopn­in eru um­deild, en eru nú orð­in hluti af vopna­búri lög­regl­unn­ar.

Lögreglan beitti rafvopni þrisvar sinnum á þremur mánuðum

Lögreglan beitti rafvopni við handtöku í þremur málum á fyrsta ársfjórðungi ársins 2025. Þetta kemur fram í nýrri ársfjórðungsskýrslu ríkislögreglustjóra sem birt var á vef lögreglunnar í dag.

Samkvæmt skýrslunni var vopninu einnig ógnað eða það tekið úr slíðri í alls 28 málum á sama tímabili. Til samanburðar var rafvarnarvopni beitt tvisvar sinnum á síðasta ársfjórðungi 2024 og þá ógnað eða dregið fram í 13 málum.

Rafvarnarvopn voru fyrst tekin í notkun hjá lögreglu í september 2024 og eru þau nú formlega hluti af valdbeitingartækjum lögreglu, líkt og kylfur og piparúði. Að sögn ríkislögreglustjóra eru vopnin hugsuð sem hluti af þeirri viðleitni að auka öryggi bæði lögreglu og almennings með því að fjölga valkostum við viðbrögð í aðgerðum.

Notkun rafvarnarvopna hefur verið umdeild frá því þau voru tekin í notkun. Gagnrýnendur hafa bent á hættuna á misnotkun og að vopnin geti skapað falskt öryggi í valdbeitingu. Þó að raunveruleg notkun sé enn tiltölulega fátíð, gefa nýjustu tölur til kynna að lögreglan grípi mun oftar til rafvarnarvopna nú en áður. Fjöldi tilvika þar sem vopnið er dregið fram eða ógnað með því hefur meira en tvöfaldast milli fjórðunga, úr 13 í 28 mál.

Lögreglan áformar að halda áfram reglubundinni birtingu skýrslna um notkun rafvarnarvopna. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár