Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Lögreglan beitti rafvopni þrisvar sinnum á þremur mánuðum

Notk­un raf­varn­ar­vopna hjá lög­reglu jókst á fyrsta árs­fjórð­ungi 2025. Þeim var beitt þrisvar sinn­um og ógn­að í 28 til­vik­um. Vopn­in eru um­deild, en eru nú orð­in hluti af vopna­búri lög­regl­unn­ar.

Lögreglan beitti rafvopni þrisvar sinnum á þremur mánuðum

Lögreglan beitti rafvopni við handtöku í þremur málum á fyrsta ársfjórðungi ársins 2025. Þetta kemur fram í nýrri ársfjórðungsskýrslu ríkislögreglustjóra sem birt var á vef lögreglunnar í dag.

Samkvæmt skýrslunni var vopninu einnig ógnað eða það tekið úr slíðri í alls 28 málum á sama tímabili. Til samanburðar var rafvarnarvopni beitt tvisvar sinnum á síðasta ársfjórðungi 2024 og þá ógnað eða dregið fram í 13 málum.

Rafvarnarvopn voru fyrst tekin í notkun hjá lögreglu í september 2024 og eru þau nú formlega hluti af valdbeitingartækjum lögreglu, líkt og kylfur og piparúði. Að sögn ríkislögreglustjóra eru vopnin hugsuð sem hluti af þeirri viðleitni að auka öryggi bæði lögreglu og almennings með því að fjölga valkostum við viðbrögð í aðgerðum.

Notkun rafvarnarvopna hefur verið umdeild frá því þau voru tekin í notkun. Gagnrýnendur hafa bent á hættuna á misnotkun og að vopnin geti skapað falskt öryggi í valdbeitingu. Þó að raunveruleg notkun sé enn tiltölulega fátíð, gefa nýjustu tölur til kynna að lögreglan grípi mun oftar til rafvarnarvopna nú en áður. Fjöldi tilvika þar sem vopnið er dregið fram eða ógnað með því hefur meira en tvöfaldast milli fjórðunga, úr 13 í 28 mál.

Lögreglan áformar að halda áfram reglubundinni birtingu skýrslna um notkun rafvarnarvopna. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
„Ég var lifandi dauð“
5
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár