Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Spurningaþraut Illuga 6. júní 2025 – Hvað heitir kisan? og 16 aðrar spurningar

Spreyttu þig á spurn­inga­þraut­inni.

Spurningaþraut Illuga 6. júní 2025 – Hvað heitir kisan? og 16 aðrar spurningar
Fyrri myndaspurning: Hvað nefnist þessi kisa?
Seinni myndaspurning:En hvað nefnist þessi káti köttur?

  1. Vinsæl kattartegund er kennd við fornt heimsveldi er reis um 500 árum fyrir Krist. Hvaða heimsveldi var það? 
  2. Önnur mjög vinsæl hreinræktuð kattartegund er kennd við tiltekið ríki í Bandaríkjunum þar eð sögur hermdu að kettirnir væru komnir af norskum skógarköttum sem víkingar hefðu flutt til Ameríku löngu á undan Kólumbusi. Þetta mun vera eintóm þjóðsaga. Tegundin heitir líka „Coon“ af því önnur þjóðsaga hermir að hún sé komin af þvottabirni, „racoon“. En hvaða ríki BNA eru kettirnir kenndir við?
  3. Hver lék Barbie í mynd frá 2023?
  4. Í hvaða landi er borgin Marrakesh?
  5. Hvað nefnist ferlið er plöntur breyta sólarljósi í orku?
  6. Hvaða fyrirbæri myndast þegar kjarnasamruni hættir í stórri sólstjörnu og hún hrynur inn í sjálfa sig?
  7. Hvaða íslenski rithöfundur hefur skrifað bækur um Freyju og Huldar sem leysa erfið sakamál?
  8. Í dag heldur frægasti tennisleikari Svíþjóðar upp á 69 ára afmæli sitt. Hver er sá eða sú?
  9. Á þessum degi árið 1961 andaðist hins vegar í Sviss hálfníræður karl sem hét Carl Gustav Jung. Hvað fékkst hann við í lífinu?
  10. En á þessum degi árið 1991 dó bandarískur djasstónlistarmaður að nafni Stan Getz. Hann gaf út marga góða tónlist um dagana en allra mestum vinsældum náði lag um „Stúlkuna frá ...“ – ja, hvaðan var stúlkan?
  11. En hvar er sá staður, þaðan sem stúlkan kom? Svarið þarf að vera nákvæmt.
  12. Hversu mörg sjálfstæð ríki liggja að öllu Eystrasalti?
  13. Hver er fjölmennasta borgin við Eystrasalt?
  14. Hvaða bær á Íslandi tengist fyrirtækinu Kerecis?
  15. Á dögunum varð uppistand á tónleikum í Reykjavík þegar fjöldi fólks virðist hafa verið í stórhættu að troðast undir. Hvar voru tónleikarnir haldnir?

Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er hún Kitty, eða Hello Kitty. Á þeirri seinni er enginn annar en Felix.
Svör við almennum spurningum:
1.  Persía.  —  2.  Maine.  —  3.  Margot Robbie.  —  4.  Marokkó.  —  5.  Ljóstillífun.  —  6.  Svarthol.  —  7.  Yrsa Sigurðardóttir.  —  8.  Björn Borg.  —  9.  Sálfræði, sálgreiningar.  —  10.  Ipanema.  —  11. Hluti af Rio de Janeiro í Brasilíu.  —  12.  Níu (Danmörk, Þýskaland, Pólland, Litáen, Lettland, Eistland,  Rússland, Finnland, Svíþjóð).  —  13.  St.Pétursborg.  —  14.  Ísafjörður.  —  15.  Laugardalshöll.
Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár