Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Útlendingastofnun: Getur gert viðkvæma stöðu barns verri að ýta undir væntingar

Boð­að hef­ur ver­ið til mót­mæla á Aust­ur­velli í dag þar sem mót­mælt verð­ur nið­ur­stöðu kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála um að synja Oscari And­ers Flor­ez Boca­negra um land­vist­ar­leyfi. Út­lend­inga­stofn­un hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna máls Oscars.

Útlendingastofnun: Getur gert viðkvæma stöðu barns verri að ýta undir væntingar

„Það er mikilvægt að hafa í huga að þótt drengurinn segist vilja dvelja hér á landi og hér á landi sé fjölskylda sem vilji sjá um hann, þá á hann foreldra í heimalandi. Hvorki íslensk né kólumbísk barnaverndaryfirvöld hafa svipt þau forsjá,“ segir í yfirlýsingu frá Útlendingastofnunar vegna máls hins sautján ára gamla Oscar Anders Florez Bocanegra sem hefur verið synjað um landsvistarleyfi. 

Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli í dag vegna niðurstöðu kærunefndar útlendingamála í máli Oscars. Mótmælin hefjast á sama tíma og þingfundur, klukkan 15. 

Mikið hefur verið um mál hans í fjölmiðlum og fósturforeldrar hans stigið fram og rætt um þann órétt sem Oscar upplifir. Þau segjast alls staðar ganga að lokuðum dyrum.

„Þegar endanleg niðurstaða á stjórnsýslustigi liggur fyrir þarf því að hafa hugfast að það getur gert viðkvæma stöðu barns enn erfiðari að ýtt sé undir væntingar sem ekki verða uppfylltar“
Úr tilkynningu Útlendingastofnunar

Í yfirlýsingu Útlendingastofnunar segir ennfremur að „það er eðlilega þungbært að fá aðra niðurstöðu í máli sínu en vonir stóðu til. Þegar endanleg niðurstaða á stjórnsýslustigi liggur fyrir þarf því að hafa hugfast að það getur gert viðkvæma stöðu barns enn erfiðari að ýtt sé undir væntingar sem ekki verða uppfylltar.“

Þá mótmælir Útlendingastofnun því sem haldið hefur verið fram, að umsókn Oscars um vernd hafi aldrei verið skoðuð efnislega af stjórnvöldum; málsástæður hans hafi verið metnar á sjálfstæðan hátt þegar hann var hér á landi ásamt föður sínum og systrum, í samræmi í samræmi við reglur laga um útlendinga og að teknu tilliti til ákvæða barnaverndarlaga og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna.

Endurtekinni umsókn vísað frá 

„Þegar drengurinn sótti síðar um vernd sem fylgdarlaust barn var staða hans vissulega önnur en áður. Eftir rannsókn Útlendingastofnunar var niðurstaðan að sú breyting væri þó ekki þess eðlis að hún breytti fyrri ákvörðun stofnunarinnar um að synja umsókn hans um alþjóðlega vernd. Endurtekinni umsókn hans var því vísað frá,“ segir í yfirlýsingu Útlendingastofnunar. Þar er síðan tekið fram að kærunefnd útlendingamála hafi nú staðfest þessa niðurstöðu og úrskurðað að Oscar uppfylli ekki skilyrði laga til að fá alþjóðlega vernd.

Hér má lesa úrskurð kærunefndar í málinu í heild sinni. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
6
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu