Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Þorsteinn Már hættir sem forstjóri Samherja

Þor­steinn Már Bald­vins­son hef­ur til­kynnt að hann muni láta af störf­um sem for­stjóri Sam­herja. Son­ur hans mun taka við af hon­um.

Þorsteinn Már hættir sem forstjóri Samherja

Þorsteinn Már Baldvinsson mun láta af störfum sem forstjóri Samherja í júní næstkomandi en hann hafði verið forstjóri fyrirtækisins frá stofnun árið 1983. Þessu greindi hann frá í bréfi til starfsfólks í dag sem sjá má á vefsíðu fyrirtækisins. 

Sonur Þorsteins Más, Baldvin Þorsteinsson, mun taka við af föður sínum, en hann hefur verið stjórnarformaður í Samherja frá árinu 2023. 

„Sjávarútvegur hefur verið mitt ævistarf og það hafa verið sönn forréttindi að byggja upp þetta félag með ykkur á undanförnum rúmum fjórum áratugum,“ skrifaði Þorsteinn Már.

„Ég ákvað fyrir löngu síðan að ég ætlaði að hætta sem forstjóri á mínum forsendum áður en ég yrði gamall og leiðinlegur. Eftir rúma fjóra áratugi í svona starfi er eðlilegt að líði að starfslokum. Allt hefur sinn tíma og sjálfum finnst mér þessi tímasetning heppileg. Ekki dugar að biða eftir lygnum sjó, í þessari grein kemur sá tími líklega seint.“ 

Hann segist þó ekki alveg sestur í helgan stein, enda sitji hann í stjórnum félaga svo sem Samherja fiskeldi ehf. og Síldarvinnslunni hf. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
2
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár