Gríðarlegur viðbúnaður slökkviliðs og lögreglu er nú við fjölbýlishús við Hjarðarhaga í Reykjavík.
Fyrst var talið að um eldsvoða væri að ræða en að sögn sjónarvotta sjást engin ummerki um eld. Mbl.is segir að um sprengingu hafi verið að ræða í húsinu og að einn maður hafi komið alblóðugur út um glugga í kjallara.
Vísir hefur eftir Jóni Viðari Matthíassyni, slökkviliðsstjóra á höfuðborgarsvæðinu, að búið sé að slökkva eldinn sem hefði verið á jarðhæð. Um töluverðan eld hefði verið að ræða en þrír voru fluttir slasaðir af vettvangi.
Fréttin hefur verið uppfærð.

Mynd: Golli
Athugasemdir