Hagfræðiprófessor segir rök SFS ekki ganga upp

Þórólf­ur Matth­ías­son, pró­fess­or emer­it­us í hag­fræði, tel­ur ís­lensk stjórn­völd ekki vera að taka upp svo­kall­aða norska leið í sjáv­ar­út­vegi. Breyt­ing veiði­gjald­anna er að hans mati til­raun til að fara eft­ir anda lag­anna.

Hagfræðiprófessor segir rök SFS ekki ganga upp
Hagsmunir SFS hafa sagt að hækkun veiðigjalda gæti valdið flutningi fiskvinnslu úr landi. Mynd: Golli

Mér finnst þessi röksemdafærsla ekki ganga upp,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor emeritus í hagfræði, um fullyrðingar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi þess efnis að hækkun veiðigjalda leiði til flutnings fiskvinnslu úr landi.

Samtökin hafa mótmælt fyrirhuguðum breytingum á veiðigjaldi og halda meðal annars fram að ríkið sé að taka upp „norsku leiðina“, sem geti valdið atvinnumissi á landsbyggðinni. Þau telja einnig að sjávarútvegurinn „mali ekki gull“ og að veiðigjaldið sé nú þegar hærra en nauðsyn krefur.

Arðsemi eigin fjár ekki lýsandi mælikvarði

Í myndböndum sem SFS birtu á samfélagsmiðlum leiðréttir Birta Karen Tryggvadóttir, hagfræðingur samtakanna, ýmislegt í máli Hönnu Katrínar Friðriksson ráðherra um veiðigjöld. Hún mótmælir meðal annars fullyrðingum um að sjávarútvegurinn „mali gull“ og bendir á að arðsemi hans sé sambærileg annarri atvinnustarfsemi, jafnvel minni en í byggingargeiranum og smásölu. Til stuðnings sýnir hún súlurit um meðal­arðsemi eigin fjár 2019–2023, en á því má sjá að sjávarútvegurinn sé með aðeins minni meðalarðsemi en smásala.

Þórólfur Matthíasson

Þórólfur segir hins vegar arðsemi eigin fjár ekki vera lýsandi mælikvarða til að hrekja þá fullyrðingu að sjávarútvegurinn mali gull.

„Atvinnugrein getur gengið mjög vel þótt einstök fyrirtæki innan atvinnugreinarinnar gangi ekkert sérstaklega vel samkvæmt bókhaldinu. Fyrir því eru margar ástæður. Eitt er það til dæmis að rekstrarfélög í sjávarútvegi eru í eigu eignarhaldsfélaga. Og eignarhaldsfélögin taka þá til sín tekjurnar frá rekstrarfélögunum. Þau skuldsetja rekstrarfélögin og þá þarf rekstrarfélagið að borga stórar fúlgur í vexti til eignarhaldsfélagsins,“ útskýrir hann. 

73 milljarða hagnaður 2023

Þetta hafi í för með sér að þrátt fyrir að hagnaðurinn sé gríðarlega mikill þá sjáist hann ekki í rekstrarfélaginu. En Þórólfur segir að tölurnar sem SFS taki mið af séu einmitt frá rekstrarfélögunum, ekki eignarhaldsfélögunum. „Þau eru bara að horfa á rekstrarfélögin. Svo eru náttúrlega alls konar leiðir til að láta bókhaldið líta vel út,“ segir hann.

Þórólfur bendir á að honum þyki besta aðferðin til að skoða heildarafkomu í sjávarútvegi vera árgreiðsluaðferð sem Hagstofan notist við í skýrslu sinni um Hag veiða og vinnslu. Þar sé horft í gegnum eignarhaldið og aðferðin truflist því ekki af aðgreiningu eignarhalds- og rekstrarfélaga.

Samkvæmt þessari aðferð Hagstofunnar var hreinn hagnaður sjávarútvegsins 24 prósent af tekjum, að frádregnum milliviðskiptum með hráefni, árið 2023. „Í fjárhæðum talið nam hagnaðurinn tæpum 73 milljörðum króna eftir að gjaldfærð hefur verið árgreiðsla að fjárhæð rúmum 38 milljörðum króna,“ segir í skýrslu Hagstofunnar frá því í janúar.

Kjósa
60
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Stórútgerðin á allt bæði í sjó og á landi og finnst það sjálfsagt.
    Svo erfist kvótinn eins og ekkert sé og enginn segir neitt.
    4
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Frábær og málefnaleg grein. Útgerðarinnar flytja nú þegar og hafa lengi að flytja óunninn fisk úr landi. Fiskurinn er gjarnan fluttur á flutngabilum landshorna á milli.
    Þessir bílar hafa undanfarin ár verið að brjóta niður íslenska vegakerfið og ekki tekur Útgerðarin þátt í því að laga eftir sig skemmdir þjóðvegum þjóðarinnar
    9
    • TM
      Tómas Maríuson skrifaði
      Enn einn kostnaðarliður fyrir samfélagið sem SFS vill ekki kannast við.
      4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
3
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu