Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Fangelsisdómur yfir burðardýri og fylgdarmanni - Hvorugur með sakaferil

Þeir Al­ex­i­os Chara­vgi­as og Rafail Bazi­on­is hafa ver­ið dæmd­ir í tveggja ára fang­elsi fyr­ir inn­flutn­ing á kókaíni. Í dómn­um seg­ir að Rafail hafi ver­ið í hlut­verki burð­ar­dýrs en Al­ex­i­os hafi gegnt lyk­il­hlut­verki við fram­kvæmd brots­ins

Fangelsisdómur yfir burðardýri og fylgdarmanni - Hvorugur með sakaferil

HHéraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Alexios Charavgias og Rafail Bazionis í fangelsi í tvö ár og fjóra mánuði hvorn, fyrir að hafa flutt til landsins tæplega tvö kíló af kókaíni í nóvember í fyrra. Í dómnum er tekið fram að ekki sé vitað til þess að þeir eigi sakaferil að baki.

Rafail kom til Íslands frá Frankfurt með ferðatösku sem innihélt 1.936 grömm af kókaíni sem var falið í fölskum botni töskunnar. Tollverðir fundu efnið við komuna á Keflavíkurflugvöll. Í kjölfarið var Alexios handtekinn, en þeir höfðu ferðast saman. Þeir hafa setið í gæsluvarðhaldi frá desember 2024 og dregst sá tími frá dómnum.

Rafail játaði að hafa flutt fíkniefnin inn en hélt því fram að Alexios hefði ekkert vitað um brotið. Alexios kvaðst eingöngu hafa verið í fríi og neitaði allri sök. Dómurinn féllst ekki á þá skýringu. Í dómi segir að „hafið sé yfir skynsamlegan vafa“ að Alexios hafi „átt í miklum samskiptum við skipuleggjanda innflutningsins“ og að hann hafi „með aðstoð og leiðsögn stýrt ferðalagi meðákærða Rafail, meðal annars með fyrirmælum í gegnum síma“.

Þar er vísað til einstaklings sem dómurinn kallar „A“, sem talinn er skipuleggjandi brotsins og hafði veruleg samskipti við báða mennina, einkum Alexios. Símasamskipti Alexios við „A“ náðu yfir rúman mánuð fram að degi innflutningsins, og meðal gagna í síma hans voru myndir af skilríkjum beggja ákærðu, flugmiðum og myndbönd af Rafail með ferðatöskuna sem kókaínið fannst í. Einnig fundust fyrirmæli frá „A“ til Rafail, send í gegnum forrit sem tengdist símanúmerum og notanda sem rakinn var til Alexios.

Í dómnum kemur fram að Rafail hafi verið í hlutverki burðardýrs, en að Alexios hafi verið tengiliður við skipuleggjandann og gegnt lykilhlutverki í framkvæmd brotsins. „Þykir ljóst að við framkvæmd innflutningsins hafi ákærði Rafail notið fylgdar og leiðsagnar ákærða Alexios, á sama tíma og Alexios átti í miklum samskiptum við skipuleggjanda.“

Báðir voru þeir sakfelldir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Dómurinn tók fram að þeir nytu engra málsbóta og að um verulegt magn fíkniefna væri að ræða, ætlað til sölu í ágóðaskyni. Hvor um sig var dæmdur í tveggja ára og fjögurra mánaða fangelsi. Þá var þeim gert að greiða allan sakarkostnað.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár