Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Árni Johnsen reynir að niðurlægja Pírata: „Hvaða vitleysa er þetta?“

Fram­bjóð­andi í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fyrr­ver­andi þing­mað­ur­inn Árni Johnsen, tel­ur Pírata óhæfa til að stýra land­inu og upp­nefn­ir þá „leik­fé­laga“. Árni er eini mað­ur­inn sem dæmd­ur hef­ur ver­ið fyr­ir mútu­þægni í op­in­beru starfi á Ís­landi.

Árni Johnsen reynir að niðurlægja Pírata: „Hvaða vitleysa er þetta?“
Árni Johnsen Var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir mútuþægni og fjárdrátt þegar hann var alþingismaður. Nú vill hann aftur verða alþingismaður. Mynd: Pressphotos.biz

Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í prófkjöri flokksins á Suðurlandi, gerir lítið úr Pírötum í grein í Morgunblaðinu í dag, kallar þá „leikfélaga“ og segir þá „ekki standa fyrir neitt“. Þá segir hann þá ekki hafa verkvit og að engin verðmæti séu á bakvið þá.

Píratar hafa undanfarnar vikur mælst með 24-30% fylgi í könnunum, um eða fyrir ofan fylgi Sjálfstæðisflokksins.

„Píratar standa ekki fyrir neitt og ef þeir komast í stjórnunarstöður ætla þeir að gera eitthvað. Gera eitthvað. Hvaða vitleysa er þetta?“ skrifar Árni. Stefna Pírata er birt á vef flokksins hér og er þar að sjá yfirlit yfir einstök stefnumál

„Verðmætin á bak við Pírata sem stjórnmálaafl eru því miður engin, þeir eru góðir spjallarar, lausir og liðugir og hafa áhuga á tölvutengingum, en pólitísk stefna þeirra er efnisminni en nýju fötin keisarans,“ segir Árni ennfremur.

Grein ÁrnaÁrni segir að það þurfi burð, myndugleika, markmið, fylgni, þolinmæði og þrautseigju til að stjórna landi, en Píratar hafi ekki þá eiginleika sem til þurfi.

Árni tilkynnti í grein í Morgunblaðinu í síðasta mánuði að hann myndi bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fer fram um næstu helgi. Hann var þingmaður flokksins frá 1983 til 1987, frá 1991 til 2001 og frá 2007 til 2013.

Árið 2003 var Árni Johnsen dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir mútuþægni, fjárdrátt og umboðssvik í opinberu starfi og rangar skýrslur til yfirvalda. Dóminn má lesa hér

Grein Árna er eftirfarandi:

Píratar í nýju fötum keisarans

Svo vel þykist ég þekkja þjóð mína að hún mun ekki veita Pírötum það brautargengi sem hún hefur gert í skoðanakönnunum undanfarin misseri. Ástæðan er einföld þegar á reynir. Píratar standa ekki fyrir neitt og ef þeir komast í stjórnunarstöður ætla þeir að gera eitthvað. Gera eitthvað. Hvaða vitleysa er þetta?

Píratar virðast hafa litla reynslu og lítið verkvit, stundum tefla þeir fram brjóstviti sem virðist slasað. Grundvöllurinn fyrir sjálfstæði og stjórn sjálfstæðrar þjóðar er stefna, markmið, metnaður - jafnvægi í hlutum, fjármálum sem framkvæmdum miðað við það sem þjóðin hefur úr að spila. Þar reynir á seiglu og þol því fátt er einfalt. Við Íslendingar höfum yndi af sérstæðum persónuleikum og það er fullt af þeim í safni Pírata. Á einum fundi þeirra hafði einn á orði að þeir yrðu að gera eitthvað sniðugt. Eftir stundarþögn sagði annar: Fríar tannviðgerðir. Frábært, sagði leiðtoginn. Hver á að borga 11 milljarða kostnað? spurði annar. Útgerðin, svaraði leiðtoginn, ekkert mál.

Maður spyr í hvaða veröld þetta blessað fólk lifir. Kannski einhverju eins og Bakkabræður sem fengu sér kött, en vissu ekki hvað hann æti. Bóndinn á næsta bæ sagði þeim að kötturinn æti allt. Þá fóru þeir heim og drápu köttinn svo hann æti þá ekki sjálfa.

„Þeir eru góðir spjallarar, lausir og liðugir og hafa áhuga á tölvutengingum“

Verðmætin á bak við Pírata sem stjórnmálaafl eru því miður engin, þeir eru góðir spjallarar, lausir og liðugir og hafa áhuga á tölvutengingum, en pólitísk stefna þeirra er efnisminni en nýju fötin keisarans.

Það þarf burð, myndugleika, markmið og fylgni, þolinmæði og þrautseigju til þess að stjórna landi okkar. Andstæðan við Pírata er til dæmis Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sem hefur leyst hlutverk sitt frábærlega vel og áttar sig á því hvað það skiptir miklu máli að hafa tón sem getur skapað þjóðarsátt um leiðir og lausnir.

Nei, kæru landar, hættum að æra óstöðuga, minnkum að hampa Pírötum þannig að sumir fréttamenn góna upp í þá eins og naut á nývirki og halda að þeir séu að höndla sannleikann og hamingjuna einu sönnu og fólk getur algjörlega ruglast í ríminu.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár