Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Rithöfundasambandið hvetur til sniðgöngu Storytel

Rit­höf­und­ar senda frá sér áskor­un til Stor­ytel vegna gervi­greind­ar og lágra höf­unda­greiðslna.

Rithöfundasambandið hvetur til sniðgöngu Storytel
Skráð félag Forstjóri og fjármálastjórii Storytel fagna við skráningu á Nasdaq First North árið 2018. Mynd: Storytel

Rithöfundasamband Íslands hvetur rithöfunda til að sniðganga Storyel með því að beita sér gegn því að verk þeirra verði sett inn á streymisveituna, þar til sænska streymisveitan semur við rithöfunda um „sanngjarnt endurgjald“.

Sambandið hefur sent frá sér áskorun til Storytel. „Rithöfundasamband Íslands skorar á Storytel á Íslandi að ganga til samninga við sambandið um rammasamning sem myndi fela í sér sanngjarnt og gagnsætt endurgjald til höfunda af útgáfu hljóðbóka,“ segir þar. „Þar til slíkir samningar hafa verið gerðir hvetur Rithöfundasambandið félagsmenn til þess að beita sér fyrir því að ný verk verði ekki sett inn á streymisveituna.“

Að mati rithöfunda er um lífsspursmál að ræða fyrir bókmenntalíf landsmanna. „Án sanngjarnra höfundarréttargreiðslna fær bókmenntalíf ekki þrifist hjá þjóð sem kennir sig á tyllidögum við bókmenntir.“

Fram hafa komið dæmi þess að rithöfundar fái greitt mun minna fyrir streymi á efni þeirra á Storytel heldur en fyrir sölu bókar, eða um 1/7 hluta.

Samtímis skora rithöfundar á Storytel að forðast notkun gervigreindar í þýðingum.

„Rithöfundasambandið skorar jafnframt á Storytel á Íslandi að tryggja að gervigreind verði hvorki notuð til þess að skrifa bækur né þýða þær yfir á íslensku,“ segir í yfirlýsingunni.

„Rithöfundasambandið minnir Storytel á að fyrirtækið byggir grundvöll sinn á hugverkum rithöfunda og þýðenda, og að bókmenntir og listir verða eingöngu skapaðar af listamönnum en ekki vélum.“

Nýr höfundur kynnturEfnisstjóri Storytel, Helena Gustafsson, sést hér á mynd með nýjasta höfundi streymisveitunnar, Rosy Lett, sem var hönnuð af gervigreind.

Í vetur kynnti Storytel fyrsta gervigreindarhöfund fyrirtækisins, Rosy Lett. Smásögubók hennar, New Horizon, var gefin út í tilraunaskyni.

Þetta vekur ekki síst áhyggjur þar sem tónlistarstreymisveitan Spotify hefur verið staðin að því að miðla efni sem eignað er Íslendingum en enginn raunverulegur tónlistarmaður er að baki.

Storytel var stofnað árið 2006. Streymisveitan er í eigu ýmissa sjóða, fyrirtækja og einstaklinga um allan heim. 54% af eignarhlutum er enn í Svíþjóð.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Hef alltaf haft illan bifur á Storytel.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár