Rithöfundasambandið hvetur til sniðgöngu Storytel

Rit­höf­und­ar senda frá sér áskor­un til Stor­ytel vegna gervi­greind­ar og lágra höf­unda­greiðslna.

Rithöfundasambandið hvetur til sniðgöngu Storytel
Skráð félag Forstjóri og fjármálastjórii Storytel fagna við skráningu á Nasdaq First North árið 2018. Mynd: Storytel

Rithöfundasamband Íslands hvetur rithöfunda til að sniðganga Storyel með því að beita sér gegn því að verk þeirra verði sett inn á streymisveituna, þar til sænska streymisveitan semur við rithöfunda um „sanngjarnt endurgjald“.

Sambandið hefur sent frá sér áskorun til Storytel. „Rithöfundasamband Íslands skorar á Storytel á Íslandi að ganga til samninga við sambandið um rammasamning sem myndi fela í sér sanngjarnt og gagnsætt endurgjald til höfunda af útgáfu hljóðbóka,“ segir þar. „Þar til slíkir samningar hafa verið gerðir hvetur Rithöfundasambandið félagsmenn til þess að beita sér fyrir því að ný verk verði ekki sett inn á streymisveituna.“

Að mati rithöfunda er um lífsspursmál að ræða fyrir bókmenntalíf landsmanna. „Án sanngjarnra höfundarréttargreiðslna fær bókmenntalíf ekki þrifist hjá þjóð sem kennir sig á tyllidögum við bókmenntir.“

Fram hafa komið dæmi þess að rithöfundar fái greitt mun minna fyrir streymi á efni þeirra á Storytel heldur en fyrir sölu bókar, eða um 1/7 hluta.

Samtímis skora rithöfundar á Storytel að forðast notkun gervigreindar í þýðingum.

„Rithöfundasambandið skorar jafnframt á Storytel á Íslandi að tryggja að gervigreind verði hvorki notuð til þess að skrifa bækur né þýða þær yfir á íslensku,“ segir í yfirlýsingunni.

„Rithöfundasambandið minnir Storytel á að fyrirtækið byggir grundvöll sinn á hugverkum rithöfunda og þýðenda, og að bókmenntir og listir verða eingöngu skapaðar af listamönnum en ekki vélum.“

Nýr höfundur kynnturEfnisstjóri Storytel, Helena Gustafsson, sést hér á mynd með nýjasta höfundi streymisveitunnar, Rosy Lett, sem var hönnuð af gervigreind.

Í vetur kynnti Storytel fyrsta gervigreindarhöfund fyrirtækisins, Rosy Lett. Smásögubók hennar, New Horizon, var gefin út í tilraunaskyni.

Þetta vekur ekki síst áhyggjur þar sem tónlistarstreymisveitan Spotify hefur verið staðin að því að miðla efni sem eignað er Íslendingum en enginn raunverulegur tónlistarmaður er að baki.

Storytel var stofnað árið 2006. Streymisveitan er í eigu ýmissa sjóða, fyrirtækja og einstaklinga um allan heim. 54% af eignarhlutum er enn í Svíþjóð.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Hef alltaf haft illan bifur á Storytel.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár