Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Langar að verða ljósmóðir

Je­an Zamora Dalmao var ljós­móð­ur­nemi áð­ur en hún kom til Ís­lands sem au pair. Hún finn­ur ham­ingju í veð­ur­breyt­ing­un­um á Ís­landi og nýt­ur þess að kynn­ast fólki.

Langar að verða ljósmóðir
Je­an Zamora Dalmao Mynd: Eik Arnþórsdóttir

Ég heiti Jean Zamora Dalmao og kem frá Filippseyjum. Ég er háskólanemi en fékk tækifæri til þess að koma hingað til Íslands fyrir tveimur árum að vinna sem au pair. Það er skemmtilegt. 

Núna er ég í námshléi og stefni svo á að fara héðan til annars lands í Evrópu áður en ég held áfram með ljósmóðurnámið mitt. Ég hefði útskrifast í fyrra en ákvað frekar að koma hingað vegna þess að þetta er einstakt tækifæri. Systir mín bjó þegar á Íslandi og ég hafði ekki séð hana í fimm ár. 

Í grunnskóla átti maður að velja hvað maður vildi starfa við í framtíðinni. Ég valdi að þjóna fólki, til dæmis með því að starfa við heilbrigðisþjónustu. Í ljósmóðurnáminu höfum við farið í verknám inni á spítala. Það var ógnvekjandi. Mamman sem var að fæða var líka hrædd. Sem heilbrigðisstarfsmaður máttu ekki sýna hræðslu en innst inni vorum við líka hræddar. Barn er kraftaverk. 

Kúltúrinn hér á Íslandi er magnaður. Það er mikill munur á Íslandi og Filippseyjum. Þegar ég kom hingað fannst mér verslunarmiðstöðvarnar svo stórar. Fólkið í Filippseyjum er glaðlegt en hér labbar ókunnug manneskja fram hjá þér og segir góðan daginn. 

Sem au pair er maður partur af fjölskyldunni. Ég er sjálf úr stórri fjölskyldu svo ég tengist íslensku fjölskyldunni vel. 

Það sem veitir mér mestu gleðina núna er að vera hér á Íslandi og upplifa veðurbreytingarnar og kynnast fólkinu. 

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár