Spurði hvort ráðherrar í ríkisstjórninni væru undanskildir lögum

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son gagn­rýn­ir skip­an Ingu Sæ­land í stjórn HMS og spyr hvort póli­tík sé næg mál­efna­leg ástæða til að víkja frá jafn­rétt­is­lög­um.

Spurði hvort ráðherrar í ríkisstjórninni væru undanskildir lögum
Hissa Sigmundur Davíð virtist hissa á svari Kristrúnar og sagði að líklega myndu ýmsir, svo sem fyrirtækjaeigendur, fagna afstöðu forsætisráðherra til ákvæða jafnréttislaga. Mynd: Golli

„Þarf ráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans ekki að fylgja lögum ef hann er bara í pólitík?“ spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í ræðu á Alþingi í gær. Tilefnið var skipan Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, á fjóra karla og eina konu í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS).

Þrír karla sem skipaðir voru, sem og konan, hafa öll bein tengsl við Flokk fólksins, flokk Ingu Sæland. Sigmundur Davíð vék sérstaklega að jafnréttislögum, en samkvæmt þeim skal hlutfall kvenna og karla í stjórnum á vegum ríkisins vera sem jafnast og aldrei minna en 40 prósent. Til að uppfylla það hefði Inga þurft að skipa aðra konu í stað eins karls. 

Pólitík„Þetta er pólitískt skipuð nefnd,“ sagði Inga í síðustu viku um skipan stjórnarinnar.

Pólitík hin málefnalega ástæða

Í lögunum er þó heimild til að víkja frá þessari reglu ef málefnalegar ástæður liggja fyrir. Inga hefur sjálf sagt að slík …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Er Sigmundur Davið frelsaður maður, búinn að gleima fortíð sinni og öllum þeim PÓLITÍSKU ráðningum sem hann hefur komið að í gegnum tíðina.
    Það glimur hátt í tómri tunnu!
    10
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár