„Þarf ráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans ekki að fylgja lögum ef hann er bara í pólitík?“ spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í ræðu á Alþingi í gær. Tilefnið var skipan Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, á fjóra karla og eina konu í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS).
Þrír karla sem skipaðir voru, sem og konan, hafa öll bein tengsl við Flokk fólksins, flokk Ingu Sæland. Sigmundur Davíð vék sérstaklega að jafnréttislögum, en samkvæmt þeim skal hlutfall kvenna og karla í stjórnum á vegum ríkisins vera sem jafnast og aldrei minna en 40 prósent. Til að uppfylla það hefði Inga þurft að skipa aðra konu í stað eins karls.

Pólitík hin málefnalega ástæða
Í lögunum er þó heimild til að víkja frá þessari reglu ef málefnalegar ástæður liggja fyrir. Inga hefur sjálf sagt að slík …
Athugasemdir