Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Verðbólga í Tyrklandi dregst saman – 37,9% á ársgrundvelli

Verð­bólga í Tyrklandi lækk­aði í 37,9 pró­sent í apríl, þrátt fyr­ir verð­hækk­an­ir á helstu þjón­ust­um. Póli­tísk ólga og veik líra ógna hag­stjórn og stöð­ug­leika.

Verðbólga í Tyrklandi dregst saman – 37,9% á ársgrundvelli
Pressa Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er undir miklum þrýstingi vegna stöðu efnahagsmála og gagnrýni á fangelsun helsta stjórnarandstæðingsins, Ekrem Imamoglu. Mynd: Adem ALTAN / AFP

Árleg verðbólga í Tyrklandi lækkaði í apríl í 37,9 prósent, samkvæmt nýjustu tölum tyrknesku hagstofunnar (TUIK). Þetta er ellefti mánuðurinn í röð sem hægir á verðbólgunni, en hún var 38,1 prósent í mars.

Verðbólga hefur verið í tveggja stafa tölu í Tyrklandi frá árinu 2019 og hefur rýrt kaupmátt milljóna landsmanna.

Lækkunin nú kemur á sama tíma og stjórnvöld glíma við pólitíska ólgu eftir að helsti andstæðingur Receps Tayyip Erdogans forseta, Ekrem Imamoglu borgarstjóri í Istanbúl, var dæmdur til fangelsisvistar og vikið úr embætti. Fangelsisdóminn leiddi til þess að líra Tyrkja féll í sögulegt lágmark gagnvart bandaríkjadal og olli mestu mótmælum í landinu í rúman áratug.

Þrátt fyrir lækkun á ársgrundvelli hækkaði verð almennt í apríl um þrjú prósent frá fyrri mánuði. Mestur var kostnaðarauki við menntun (79,2 prósent), húsnæði (74 prósent), hótel og veitingastaði (41,8 prósent) og heilbrigðisþjónustu (41,9 prósent).

Verðbólgan náði hámarki í maí 2024, þegar hún …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu