Árleg verðbólga í Tyrklandi lækkaði í apríl í 37,9 prósent, samkvæmt nýjustu tölum tyrknesku hagstofunnar (TUIK). Þetta er ellefti mánuðurinn í röð sem hægir á verðbólgunni, en hún var 38,1 prósent í mars.
Verðbólga hefur verið í tveggja stafa tölu í Tyrklandi frá árinu 2019 og hefur rýrt kaupmátt milljóna landsmanna.
Lækkunin nú kemur á sama tíma og stjórnvöld glíma við pólitíska ólgu eftir að helsti andstæðingur Receps Tayyip Erdogans forseta, Ekrem Imamoglu borgarstjóri í Istanbúl, var dæmdur til fangelsisvistar og vikið úr embætti. Fangelsisdóminn leiddi til þess að líra Tyrkja féll í sögulegt lágmark gagnvart bandaríkjadal og olli mestu mótmælum í landinu í rúman áratug.
Þrátt fyrir lækkun á ársgrundvelli hækkaði verð almennt í apríl um þrjú prósent frá fyrri mánuði. Mestur var kostnaðarauki við menntun (79,2 prósent), húsnæði (74 prósent), hótel og veitingastaði (41,8 prósent) og heilbrigðisþjónustu (41,9 prósent).
Verðbólgan náði hámarki í maí 2024, þegar hún …
Athugasemdir