Hagar, sem eiga og reka verslanir á borð við Bónus og Hagkaup, högnuðust um sjö milljarða króna á síðasta rekstrarári, sem lauk 28. febrúar síðastliðinn. Það er tveimur milljörðum meira en samstæðan gerði árið áður. Til stendur að greiða eigendum fyrirtækisins út 2,5 milljarða í arð í sumar. Í uppgjöri fyrirtækisins, sem birt var á miðvikudag, kemur fram að hagnaðurinn sé að mestu tilkominn vegna vörusölu en framlegð fyrirtækisins jókst á milli ára.
Í kynningu forstjóra Haga og fjármálastjóra segir að rekstur verslana og vöruhúsa hafi verið svipaður en afkoman heldur betri. Þannig hafi til að mynda seldum stykkjum fækkað þó að tekjur af vörusölu hafi aukist. Kaupmennirnir í Högum fengu sem sagt meira fyrir minna. Afkomuspá stjórnenda fyrirtækisins gerir ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt verði á bililnu 16–16,5 milljarðar króna á yfirstandandi rekstrarári.
Sterk byrjun hjá Festi
Á sama tíma skilaði Festi, helsti samkeppnisaðili Haga, …
Athugasemdir