Eigendur Haga fengu meira fyrir minna

Hlut­haf­ar fá 2,5 millj­arða króna úr Hög­um vegna marg­millj­arða hagn­að­ar á síð­asta rekstr­ar­ári. Færri vör­ur hafa selst en tekj­urn­ar engu að síð­ur auk­ist. Helsti sam­keppn­is­að­il­inn ger­ir enn ráð fyr­ir á bil­inu 14–15 millj­arða hagn­að fyr­ir fjár­magns­gjöld og skatta á þessu ári. Sömu líf­eyr­is­sjóð­ir eiga meira eða minna allt hluta­fé í báð­um keðj­um.

Eigendur Haga fengu meira fyrir minna

Hagar, sem eiga og reka verslanir á borð við Bónus og Hagkaup, högnuðust um sjö milljarða króna á síðasta rekstrarári, sem lauk 28. febrúar síðastliðinn. Það er tveimur milljörðum meira en samstæðan gerði árið áður. Til stendur að greiða eigendum fyrirtækisins út 2,5 milljarða í arð í sumar. Í uppgjöri fyrirtækisins, sem birt var á miðvikudag, kemur fram að hagnaðurinn sé að mestu tilkominn vegna vörusölu en framlegð fyrirtækisins jókst á milli ára. 

Í kynningu forstjóra Haga og fjármálastjóra segir að rekstur verslana og vöruhúsa hafi verið svipaður en afkoman heldur betri. Þannig hafi til að mynda seldum stykkjum fækkað þó að tekjur af vörusölu hafi aukist. Kaupmennirnir í Högum fengu sem sagt meira fyrir minna.  Afkomuspá stjórnenda fyrirtækisins gerir ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt verði á bililnu 16–16,5 milljarðar króna á yfirstandandi rekstrarári. 

Sterk byrjun hjá Festi

Á sama tíma skilaði Festi, helsti samkeppnisaðili Haga, …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár